Fótbolti

Elías Rafn gæti verið á leið til Portúgals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elías Rafn í leik með Midtjylland.
Elías Rafn í leik með Midtjylland. Getty Images/Jose Manuel Alvarez

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson gæti verið á leið til Portúgals á láni frá Midtjylland í Danmörku.

Þetta kemur fram í staðarblaðinu Herning Folkeblad í dag. Þar segir að Midtjylland, sé að íhuga að fá inn markvörð frá Silkeborg sem mun veita Jonas Lössl, núverandi aðalmarkverði félagsins, samkeppni.

Hinn 23 ára gamli Elías Rafn var aðalmarkvörður Midtjylland í upphafi síðasta tímabils en missti sæti sitt til hins 34 ára gamla Lössl í 8. umferð. Eftir það spilaði Elías Rafn aðeins tvo leiki, einn í deild og einn í bikar. Íhugar hann nú stöðu sína hjá félaginu.

Midtjylland virðist þó ekki vilja selja markvörðinn og er að skoða lána hann til CD Mafra sem spilar í B-deildinni í Portúgal. Félögin tvö eru í samstarfi og væri því auðvelt fyrir Midtjylland að senda hann þangað. Hvort Elías Rafn hafi áhuga á því er svo allt annað mál.

Elías Rafn hefur tvívegis farið á lán frá Midtjylland síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2018. Hann lék með Árhús Fremad tímabilið 2019-20 og svo Fredericia frá 2020-21. Þá á hann að baki 4 A-landsleiki fyrir Ísland sem og 11 leiki fyrir yngri landsliðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×