„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Þingholtsstræti 1 er nú búið að mála dökkgrátt. Húsið var áður gult og er það enn að hluta. Viktor Stefánsson Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm Reykjavík Húsavernd Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm
Reykjavík Húsavernd Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira