„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2023 21:56 Þingholtsstræti 1 er nú búið að mála dökkgrátt. Húsið var áður gult og er það enn að hluta. Viktor Stefánsson Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa. Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm Reykjavík Húsavernd Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Viktor Stefánsson, íbúi í Reykjavík og stjórnmálahagfræðingur birti mynd af Þingholtsstræti 1 í Reykjavík á samfélagsmiðlum í gær. Húsið hýsir veitingastaðinn Primo og var áður gult en nú er búið að mála það að mestu dökkgrátt. „Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt,“ skrifar Viktor og bætir því við að sér þyki þessi þróun sorgleg. Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur. Allt er að verða grátt, svart eða hvítt. Fuck hvað þetta er sad. pic.twitter.com/1TEbP7Ihaz— Viktor Stefánsson (@ViktorStefnsso1) June 23, 2023 Þrjú hús orðin grá í stað þess að vera gul „Þetta er bara eitt hús, ég get nefnt þrjár byggingar bara í kringum Skólavörðustíg sem allar þrjár voru gular en eru nú orðnar hvítar eða gráar,“ segir Viktor í samtali við Vísi. Hann bætir því við að nýbyggingar séu auk þess allar í dökkum litum. Ef þær eru ekki málaðar í gráu eða hvítu sé skellt á þeim annarskonar jarðbundnum dökkum litum. „Sem er allt í lagi í sjálfu sér og getur alveg verið fallegt en við búum í landi þar sem er sól í mánuð. Það er sorglegt að þetta sé þróunin því að eitt af því sem hefur verið einkennandi við Reykjavík eru litirnir. Mismunandi litir á húsum í sömu götunni, mismunandi litir á þökum. Það er þetta sem borgin er þekkt fyrir.“ Viktor segist helst óttast að Reykjavík sé að missa eitt af karaktereinkennum sínum.Vísir Hann bætir því við að líklega sé miðborg Reykjavíkur þekktust fyrir þetta. Húsin og litir þeirra séu enda vel nýtt í auglýsingum sem beint sé að ferðamönnum. „Allar nýbyggingar eru hvítar, svartar eða gráar. Svo kemur nóvember, desember og janúar. Þá er niðamyrkur, kalt, blautt og ógeðslegt og þá eru húsin okkar líka grá og svört. Mér finnst það niðurdrepandi en burt séð frá minni eigin persónulegu skoðun hef ég áhyggjur af því að borgin missi hægt og bítandi karaktereinkenni sitt.“ Viktor bætir því við í gríni að sjálfur búi hann í hvítu húsi. Hann segir að hann væri til í að mála það öðrum lit. „Svo eru Íslendingar ekki beint þekktir fyrir að klæða sig í litríkum fötum heldur og veðrið er auk þess alltaf eins, það er alltaf gráskýjað. Allt er grátt og því þurfum við að breyta.“ Viktor segir húsin í Reykjavík hingað til hafa verið þekkt fyrir fjölbreytta liti á veggjum og þökum. Vísir/Vilhelm
Reykjavík Húsavernd Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira