Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 13:38 Konráð Valur og Jóhann Rúnar verða ekki með landsliðinu eftir nýlegar ákvarðanir landsliðsnefndar. Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði. Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði.
Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29