Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 13:38 Konráð Valur og Jóhann Rúnar verða ekki með landsliðinu eftir nýlegar ákvarðanir landsliðsnefndar. Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði. Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði.
Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29