Íslenski boltinn

Diljá sló í gegn í Besta þættinum: „Þetta er ó­geðs­lega vont“

Sindri Sverrisson skrifar
Diljá Pétursdóttir táraðist af sársauka í keppninni en harkaði svo af sér og átti frábæra endurkomu.
Diljá Pétursdóttir táraðist af sársauka í keppninni en harkaði svo af sér og átti frábæra endurkomu.

Eurovision-stjarnan Diljá Pétursdóttir var senuþjófur þegar HK og Breiðablik mættust í Besta þættinum, til að hita upp fyrir nágrannaslag liðanna sem fram fer í Kórnum í kvöld, í Bestu deild karla. Þáttinn má nú sjá á Vísi.

Diljá og Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, mættu Blikunum Höskuldi Gunnlaugssyni og Stefáni Inga Sigurðarsyni.

„Mér er illt í tánni,“ kallaði Diljá fljótlega eftir að keppnin hófst, þar sem þátttakendur spörkuðu bolta í gegnum göt og spiluðu fótbolta-boccia, eftir að hafa svarað nokkrum spurningum. Söngkonan magnaða gaf nokkrum sinnum til kynna að fótboltaferill hennar væri talsvert styttri en keppinauta hennar.

„Þetta er ógeðslega vont. Eiga þessir skór ekki að vera að passa að þetta sé ekki svona sársaukafullt? Ég er komin með tár í augun,“ sagði Diljá og sýndi sjónvarpsvélinni það.

Hún sá hins vegar til þess að keppnin varð æsispennandi, rétt eins og síðast þegar Breiðablik og HK mættust í hreint ævintýralegum leik.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: Besti þátturinn: Breiðablik gegn HK

Leikur HK og Breiðabliks hefst í Kórnum kl. 19.15 og er að sjálfsögðu í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×