Fótbolti

Emilía skoraði og varð bikarmeistari í Danmörku

Sindri Sverrisson skrifar
Bikarmeistarar Nordsjælland fögnuðu með viðeigandi hætti í gær eftir sigur í úrslitaleik.
Bikarmeistarar Nordsjælland fögnuðu með viðeigandi hætti í gær eftir sigur í úrslitaleik. fcn.dk

Hin 18 ára gamla Emilía Kiær Ásgeirsdóttir átti stóran þátt í því að tryggja Nordsjælland danska bikarmeistaratitilinn í fótbolta, með sigri gegn Fortuna Hjörring í úrslitaleik í gær.

Emilía skoraði seinna mark leiksins í 2-0 sigri, eftir að Karen Linnebjerg hafð komið Nordsjælland yfir, en bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Fortuna Hjörring fékk vítaspyrnu í seinni hálfleik en Amanda Brunholt varði hana og Nordsjælland stóðs pressu mótherjanna, þrátt fyrir að hafa endað sæti neðar en Fortuna Hjörring í dönsku deildinni eða í 4. sæti.

Emilía hefur leikið með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í rúm tvö ár. Hún á íslenskan föður en danska móður og hefur leikið með yngri landsliðum Danmerkur.

Hún var áður búsett á Íslandi og lék með yngri flokkum íslenskra liða, síðast Breiðabliki/Augnabliki fyrir þremur árum en þá náði hún einnig einum leik í meistaraflokki með Augnabliki. Hún lék áður með Val en er einnig með einn skráðan leik fyrir Stjörnuna á vef KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×