„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“ Atli Arason skrifar 21. júní 2023 22:31 Pétur Pétursson er þjálfari Vals. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Bryndís fór af leikvelli þegar rúmar 60 mínútur voru liðnar af leiknum, skömmu eftir að hún skoraði jöfnunarmark Vals. Bryndís gæti misst af næstu leikjum Vals en hún er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með sjö mörk eftir níu leiki. „Hún var spörkuð niður inn í teig og er stórslösuð. Staðan á henni er mjög slæm og ég skil ekki alveg af hverju það var ekkert dæmt, hún var meira að segja spörkuð niður eftir það var búið að flauta. Ég átta mig ekki alveg á því en hún var bara spörkuð út úr leiknum,“ sagði Pétur, þungur á brún, í viðtali við Vísi eftir leik. Bryndís fór niður inn í vítateig Keflavíkur eftir að Madison Wolfbauer sparkaði í Bryndísi þegar Madison ætlaði að hreinsa boltann í burtu, eftir að Bríet dómari var búin að flauta vegna höfuðmeiðsla Þórdísar Elvu, sem lá þá í grasinu. Valskonur lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik en heimakonur voru verðskuldað yfir eftir flottan fyrri hálfleik hjá liðinu. Pétur var þó ánægður með það hvernig leikmenn Vals svöruðu í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en mer fannst við ekki koma vel inn í byrjun leiks. Seinni hálfleikur var hins vegar góður og við áttum þá að klára þennan leik.“ Í hálfleik minnti Pétur sína leikmenn á hvað uppleggið var fyrir leik. „Fyrst og fremst þá fórum við að gera hlutina eins og við vildum gera þá í fyrri hálfleik. Við gerðum ákveðna hluti ekki vel í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og breyttum áherslu í seinni hálfleik og boltinn gekk þá mun betur á milli leikmanna,“ svaraði hann, aðspurður út í hvað liðið fór yfir í hálfleik. Framundan hjá Val er stórleikur gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag. Pétur vil byggja ofan á góða frammistöðu í síðari hálfleiknum í kvöld fyrir leikinn gegn Breiðablik. „Það verður náttúrulega öðruvísi leikur frá grasi og yfir á gervigras en við tökum allt gott úr seinni hálfleikinn með okkur inn í þann leik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að endingu. Íslenski boltinn Valur Keflavík ÍF Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Bryndís fór af leikvelli þegar rúmar 60 mínútur voru liðnar af leiknum, skömmu eftir að hún skoraði jöfnunarmark Vals. Bryndís gæti misst af næstu leikjum Vals en hún er markahæsti leikmaður Bestu-deildarinnar með sjö mörk eftir níu leiki. „Hún var spörkuð niður inn í teig og er stórslösuð. Staðan á henni er mjög slæm og ég skil ekki alveg af hverju það var ekkert dæmt, hún var meira að segja spörkuð niður eftir það var búið að flauta. Ég átta mig ekki alveg á því en hún var bara spörkuð út úr leiknum,“ sagði Pétur, þungur á brún, í viðtali við Vísi eftir leik. Bryndís fór niður inn í vítateig Keflavíkur eftir að Madison Wolfbauer sparkaði í Bryndísi þegar Madison ætlaði að hreinsa boltann í burtu, eftir að Bríet dómari var búin að flauta vegna höfuðmeiðsla Þórdísar Elvu, sem lá þá í grasinu. Valskonur lentu 1-0 undir í fyrri hálfleik en heimakonur voru verðskuldað yfir eftir flottan fyrri hálfleik hjá liðinu. Pétur var þó ánægður með það hvernig leikmenn Vals svöruðu í síðari hálfleik. „Fyrri hálfleikur var ekki góður en mer fannst við ekki koma vel inn í byrjun leiks. Seinni hálfleikur var hins vegar góður og við áttum þá að klára þennan leik.“ Í hálfleik minnti Pétur sína leikmenn á hvað uppleggið var fyrir leik. „Fyrst og fremst þá fórum við að gera hlutina eins og við vildum gera þá í fyrri hálfleik. Við gerðum ákveðna hluti ekki vel í fyrri hálfleik sem við ætluðum að gera og breyttum áherslu í seinni hálfleik og boltinn gekk þá mun betur á milli leikmanna,“ svaraði hann, aðspurður út í hvað liðið fór yfir í hálfleik. Framundan hjá Val er stórleikur gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag. Pétur vil byggja ofan á góða frammistöðu í síðari hálfleiknum í kvöld fyrir leikinn gegn Breiðablik. „Það verður náttúrulega öðruvísi leikur frá grasi og yfir á gervigras en við tökum allt gott úr seinni hálfleikinn með okkur inn í þann leik,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, að endingu.
Íslenski boltinn Valur Keflavík ÍF Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 1-1 | Víti í súginn hjá Val sem tapaði mikilvægum stigum Keflavík og Valur gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld í hörku spennandi leik sem hefði getað fallið öðru hvoru megin. Valskonur misstu þó af mikilvægum stigum í toppbaráttunni, sérstaklega eftir vítaspyrna þeirra fór forgörðum á 82. mínútu. 21. júní 2023 21:13
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn