Ungabörn blánað eftir notkun Gripe Water Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 06:46 Foreldrar hafa lent í vandræðum með þykkt slím í öndunarvegi barna eftir notkun. Getty Foreldrar ungabarna hafa lent í vandræðum með náttúrudropa sem kallast Gripe Water og börnin næstum kafnað á þeim. Ungbarnavernd mælir ekki með notkun þeirra frekar en annarra náttúrulyfja. „Almennt er ekki verið að mæla með náttúrulyfjum í ung- og smábarnavernd. Ef foreldrar spyrja út í slík lyf eru nefnd þau sem helst eru í notkun en tekið fram að árangur sé misjafn, ekki sannreynd vísindaleg gögn á bak við verkun og því ekki hægt að mæla beinlínis með þeim,“ segir Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Umræða hefur verið meðal íslenskra foreldra á samfélagsmiðlum um magalyfið Gripe Water. Ein móðir greinir frá því að barn hennar hafi blánað og öndunarvegurinn fyllst af þykku slími eftir notkun. Önnur að hún hafi þurft að snúa barni sínu á hvolf til að fá það til að anda. Fleiri hafa sambærilegar sögur að segja. Gripe Water er náttúrulyf notað við magakveisu ungbarna. Gripe Water er selt í apótekum hér á landi. Á vefsíðu Lyf og heilsu segir að Gripe Water séu „lífrænir og náttúrulegir dropar fyrir börn sem koma á jafnvægi og draga úr óróleika og meltingartruflunum sem oft eru kennd við ungbarnakveisu eða bakflæði. Virka vel við kveisu, hiksta og lofti í maga. Skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni á borð við lífrænt engifer, fennel og fleiri jurtir sem róa magann og geta spornað við loftmyndun í þörmum. Droparnir henta börnum frá tveggja vikna aldri og þurfa ekki að geymast í kæli. Droparnir eru vegan.“ Enn fremur segir að vítamín og bætiefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða til að koma í veg fyrir þá og eigi ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Afturköllun vegna köfnunarhættu Árið 2019 afturkallaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) söluleyfi Gripe Water frá framleiðanda sem kallast DG vegna köfnunarhættu. „Notkun vörunnar ætti ekki að vera talin lífshættuleg en erfiðleikar geta komið upp hjá viðkvæmum einstaklingum,“ sagði FDA á sínum tíma. Efnið sem veldur þessu kallast sítrus bíoflavoníð og er einnig í vörunni sem er seld á Íslandi þó að vörumerkið sé annað. Brýnt að kynna sér innihald „Við höfum ekki verið að vara við einstökum náttúrulyfjum en brýnt er fyrir foreldrum að kynna sér vel innihaldslýsingar og skammtastærðir og að lyfið hæfi aldri barns ef þau velja að nota náttúrulyf,“ segir Sesselja. Sesselja Guðmundsdóttir segir ungbarnavernd ekki mæla með náttúrulyfjum. Aðspurð um hvað foreldrum með magakveisubörn er bent á að gera segir Sesselja að ungbarnaverndin veiti almennar ráðleggingar varðandi gjafir, loftlosun, nudd og fleira. „Stundum er bent á Minifom dropa sem geta hafa jákvæð áhrif í sumum tilfellum,“ segir Sesselja. „Við meiri óværð eða einkenni um ungbarnakveisu eru fleiri ráð reynd svo sem kúamjólkurlaust fæði, það er ef barnið er á brjósti fer móðir á mjólkurlaust fæði en ef um pelabarn er að ræða er reynd sérstök ofnæmismjólk. Í erfiðari tilfellum er farið út í lyfjameðferð þar sem þarf lyfseðil frá lækni.“ Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hafi sérhæft sig í ungbarnakveisu og ungbarnavernd geti bent foreldrum að leita þangað. Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
„Almennt er ekki verið að mæla með náttúrulyfjum í ung- og smábarnavernd. Ef foreldrar spyrja út í slík lyf eru nefnd þau sem helst eru í notkun en tekið fram að árangur sé misjafn, ekki sannreynd vísindaleg gögn á bak við verkun og því ekki hægt að mæla beinlínis með þeim,“ segir Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Umræða hefur verið meðal íslenskra foreldra á samfélagsmiðlum um magalyfið Gripe Water. Ein móðir greinir frá því að barn hennar hafi blánað og öndunarvegurinn fyllst af þykku slími eftir notkun. Önnur að hún hafi þurft að snúa barni sínu á hvolf til að fá það til að anda. Fleiri hafa sambærilegar sögur að segja. Gripe Water er náttúrulyf notað við magakveisu ungbarna. Gripe Water er selt í apótekum hér á landi. Á vefsíðu Lyf og heilsu segir að Gripe Water séu „lífrænir og náttúrulegir dropar fyrir börn sem koma á jafnvægi og draga úr óróleika og meltingartruflunum sem oft eru kennd við ungbarnakveisu eða bakflæði. Virka vel við kveisu, hiksta og lofti í maga. Skaðlaus og náttúruleg innihaldsefni á borð við lífrænt engifer, fennel og fleiri jurtir sem róa magann og geta spornað við loftmyndun í þörmum. Droparnir henta börnum frá tveggja vikna aldri og þurfa ekki að geymast í kæli. Droparnir eru vegan.“ Enn fremur segir að vítamín og bætiefni séu ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða til að koma í veg fyrir þá og eigi ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Afturköllun vegna köfnunarhættu Árið 2019 afturkallaði Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) söluleyfi Gripe Water frá framleiðanda sem kallast DG vegna köfnunarhættu. „Notkun vörunnar ætti ekki að vera talin lífshættuleg en erfiðleikar geta komið upp hjá viðkvæmum einstaklingum,“ sagði FDA á sínum tíma. Efnið sem veldur þessu kallast sítrus bíoflavoníð og er einnig í vörunni sem er seld á Íslandi þó að vörumerkið sé annað. Brýnt að kynna sér innihald „Við höfum ekki verið að vara við einstökum náttúrulyfjum en brýnt er fyrir foreldrum að kynna sér vel innihaldslýsingar og skammtastærðir og að lyfið hæfi aldri barns ef þau velja að nota náttúrulyf,“ segir Sesselja. Sesselja Guðmundsdóttir segir ungbarnavernd ekki mæla með náttúrulyfjum. Aðspurð um hvað foreldrum með magakveisubörn er bent á að gera segir Sesselja að ungbarnaverndin veiti almennar ráðleggingar varðandi gjafir, loftlosun, nudd og fleira. „Stundum er bent á Minifom dropa sem geta hafa jákvæð áhrif í sumum tilfellum,“ segir Sesselja. „Við meiri óværð eða einkenni um ungbarnakveisu eru fleiri ráð reynd svo sem kúamjólkurlaust fæði, það er ef barnið er á brjósti fer móðir á mjólkurlaust fæði en ef um pelabarn er að ræða er reynd sérstök ofnæmismjólk. Í erfiðari tilfellum er farið út í lyfjameðferð þar sem þarf lyfseðil frá lækni.“ Hópur lækna hjá Domus barnalæknum hafi sérhæft sig í ungbarnakveisu og ungbarnavernd geti bent foreldrum að leita þangað.
Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent