Innlent

Allt­of seint að fá svör um skóla­vist í ágúst

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Móðir Svans segir hann þurfa mikla aðlögun og því sé óvissan bagaleg fyrir fjölskylduna.
Móðir Svans segir hann þurfa mikla aðlögun og því sé óvissan bagaleg fyrir fjölskylduna. Harpa Þórisdóttir

Móðir sex­tán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skóla­vist í fram­halds­skóla í haust segir lof­orð mennta­mála­ráðu­neytisins um svör í ágúst ekki nægi­lega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undir­búningur mikil­vægur.

Harpa Þóris­dóttir, móðir hins sex­tán ára gamla Svans Jóns Norð­kvist, sendi mennta­mála­ráðu­neytinu bréf vegna stöðu sonar síns og fékk þau svör að hann mætti búast við því að fá upp­lýsingar um skóla­vist í lok júní eða allt til byrjunar ágúst. Í sam­tali við Vísi segir Harpa það allt of seint.

Vísir hefur áður fjallað um ung­linga með fötlun sem ekki hafa fengið skóla­vist. Dag­bjartur Sigurður Ólafs­son fékk inn í FÁ en um­sókn hans var í lausu lofti um nokkurra vikna skeið. Sagði for­stjóri Mennta­mála­stofnunar við Vísi að öll börn muni komast að í mennta­skólum í ár þó sum þurfi að bíða lengur en önnur.

Svör á milli lok júní og byrjun ágúst

Svanur sem er nemandi í Arnar­skóla, sér skóla fyrir börn með fötlun, sótti um skóla­vist í Tækni­skólanum en fékk ekki inn þar. Vegna ráð­legginga frá Mennta­mála­stofnun setti Svanur engan skóla í annað sætið og segir Harpa það afar leitt. Ráðu­neytið muni því finna annan skóla handa Svani með við­eig­andi úr­ræði.

Harpa gerir tafir á skóla­vist sonar síns meðal annars að um­tals­efni á Face­book og lýsir hún því þar að hún sé orðin á­hyggju­full vegna stöðunnar.

„Svörin frá ráðu­neytinu voru þannig að það væri verið að vinna í þessu, það gengi vel og að okkur yrði svarað í lok júní en að því miður væri ekki hægt að svara öllum fyrr en í byrjun ágúst. Þetta er mjög ó­þægi­legt því maður veit ekkert hve­nær maður fær svar, hvort maður fær það áður en sumar­frí byrjar.“

Svanur sé í hópi þeirra sem þurfi mesta um­önnun og tíma í að­lögun. Alla­jafna séu tveir starfs­menn með honum í lið­veislu. „Þannig það þarf að fara í þetta góður undir­búningur og manni finnst að úr­vinnsla þessara um­sókna ætti að fara mun fyrr af stað.“

Harpa segir ó­vissuna vera það versta. Svanur sé í Arnar­skóla út sumarið. „Ef að svörin koma ekki fyrr en í lok ágúst þá veit maður ekkert hvort það komi langt hlé á milli og það þolir Svanur ekki vel, þó að við verðum auð­vitað í fríi þarna á milli, þá þurfum við meiri tíma til að undir­búa hann undir skóla­vist á nýjum stað. Það er ó­þægi­legt að vita ekki neitt.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×