Gagnrýndur eftir að leikmaður fór úr brúðkaupsferð en fékk ekkert að spila Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 16:30 Boubacar Kamara hélt að hann væri að fara spila fjórða A-landsleikinn sinn en annað kom á daginn. Catherine Steenkeste/Getty Images Boubacar Kamara, miðjumaður Aston Villa, var kallaður inn í franska landsliðið í knattspyrnu fyrir nýafstaðið landsliðsverkefni. Kamara spilaði hins vegar núll mínútur sem hlýtur að teljast svekkjandi þar sem hann var í miðri brúðkaupsferð. Hinn 23 ára gamli Kamara hafði nýverið gifst Coralie Porrovecchio og voru þau saman að njóta hveitibrauðsdaganna. Miðjumaðurinn var hins vegar óvænt kallaður inn í landsliðshóp Frakklands vegna meiðsla Adrien Rabiot. Kamara á að baki 3 A-landsleiki og hefur ef til vill hugsað með sér að sá fjórði væri handan við hornið þar sem Frakkland mætti Gíbraltar í fyrri leiknum og Grikklandi í þeim síðari. Það reyndist ekki raunin þar sem hann sat á bekknum frá upphafi til enda í báðum leikjum. Frakkland gerði það sem það þurfti til að vinna leikina en ekki mikið meira en það. 3-0 útisigur á Gíbraltar og 1-0 heimasigur á Grikklandi niðurstaðan. Aston Villa midfielder, Boubacar Kamara was called up to the France squad during his honeymoon to replace the injured Adrien Rabiot. He didn't play a single minute... pic.twitter.com/i5rLfTmaFZ— talkSPORT (@talkSPORT) June 20, 2023 Porrovecchio birti færslur á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði að fríið hefði endað þegar eiginmaðurinn var valinn í landsliðið. Þá sagðist hún ekki vita hvort hún ætti að hlægja eða gráta. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að skemma brúðkaupsferð Kamara. Kamara var að ljúka sínu fyrsta tímabili á Englandi. Hann spilaði 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hjálpaði Aston Villa að enda í 7. sæti sem þýðir að liðið spilar í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Kamara hafði nýverið gifst Coralie Porrovecchio og voru þau saman að njóta hveitibrauðsdaganna. Miðjumaðurinn var hins vegar óvænt kallaður inn í landsliðshóp Frakklands vegna meiðsla Adrien Rabiot. Kamara á að baki 3 A-landsleiki og hefur ef til vill hugsað með sér að sá fjórði væri handan við hornið þar sem Frakkland mætti Gíbraltar í fyrri leiknum og Grikklandi í þeim síðari. Það reyndist ekki raunin þar sem hann sat á bekknum frá upphafi til enda í báðum leikjum. Frakkland gerði það sem það þurfti til að vinna leikina en ekki mikið meira en það. 3-0 útisigur á Gíbraltar og 1-0 heimasigur á Grikklandi niðurstaðan. Aston Villa midfielder, Boubacar Kamara was called up to the France squad during his honeymoon to replace the injured Adrien Rabiot. He didn't play a single minute... pic.twitter.com/i5rLfTmaFZ— talkSPORT (@talkSPORT) June 20, 2023 Porrovecchio birti færslur á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði að fríið hefði endað þegar eiginmaðurinn var valinn í landsliðið. Þá sagðist hún ekki vita hvort hún ætti að hlægja eða gráta. Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur verið gagnrýndur fyrir að skemma brúðkaupsferð Kamara. Kamara var að ljúka sínu fyrsta tímabili á Englandi. Hann spilaði 24 leiki í ensku úrvalsdeildinni og hjálpaði Aston Villa að enda í 7. sæti sem þýðir að liðið spilar í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Sjá meira