Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 07:45 Kafbáturinn sem fólkið kafaði í heitir Titan. Hann á að bera um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir. AP/OceanGate Expeditions Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman) Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman)
Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06