Ofsareiði í Bosníu og mótherjar Íslands töluðu við stuðningsmenn Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2023 13:00 Edin Dzeko og Sead Kolasinac, sem báðir léku á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni, ræddu við stuðningsmenn eftir tapið gegn Lúxemborg. Skjáskot/@SportSportVideo Það er óhætt að segja að mikil reiði sé í Bosníu eftir 2-0 tapið á heimavelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í riðli Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Allt útlit er fyrir að þjálfari liðsins haldi á brott á mettíma en Faruk Hadzibegic tók við starfinu í janúar á þessu ári. Bosníski miðillinn sportki.ba hefur það eftir stjórnarmanni í bosníska knattspyrnusambandinu að búist sé við því að Hadzibegic segi af sér, en að annars verði hann rekinn. Sigurinn góði gegn Íslandi í mars, 3-0, virðist því hafa dugað honum skammt en eftir það hefur Bosnía tapað gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg, án þess að skora mark. Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn í Zenica í gær, eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina. Miðað við bosníska miðla beinist reiði fólks fyrst og fremst að þjálfaranum Hadzibegic sem eins og fyrr segir virðist vera að missa starfið sitt. Það verður því að koma í ljós hver stýrir Bosníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli í september, þegar undankeppnin heldur áfram, og gegn Liechtenstein nokkrum dögum fyrr. Bæði Ísland og Bosnía þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda með aðeins þrjú stig hvort eftir fjórar umferðir af tíu. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Allt útlit er fyrir að þjálfari liðsins haldi á brott á mettíma en Faruk Hadzibegic tók við starfinu í janúar á þessu ári. Bosníski miðillinn sportki.ba hefur það eftir stjórnarmanni í bosníska knattspyrnusambandinu að búist sé við því að Hadzibegic segi af sér, en að annars verði hann rekinn. Sigurinn góði gegn Íslandi í mars, 3-0, virðist því hafa dugað honum skammt en eftir það hefur Bosnía tapað gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg, án þess að skora mark. Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn í Zenica í gær, eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina. Miðað við bosníska miðla beinist reiði fólks fyrst og fremst að þjálfaranum Hadzibegic sem eins og fyrr segir virðist vera að missa starfið sitt. Það verður því að koma í ljós hver stýrir Bosníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli í september, þegar undankeppnin heldur áfram, og gegn Liechtenstein nokkrum dögum fyrr. Bæði Ísland og Bosnía þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda með aðeins þrjú stig hvort eftir fjórar umferðir af tíu.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira