Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2023 11:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tekur undir að fækka verði hælisleitendum í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. Miklar umræður hafa skapast um útlendingamálin í Reykjanesbæ undanfarið, sér í lagi vegna ummæla fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að Ísland sé í „stórkostlegum vandræðum“ í málaflokknum. Fyrir viku lét hann þessi ummæli falla í viðtali á Bylgjunni og sagði það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, tók undir þetta í viðtali í síðustu viku en í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl segir að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda, sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra svaraði fyrrnefndum orðrómi í Bítínu í morgun. Hræðsla við hið óþekkta „Vinnumálastofnun og ríkiseignir eru þeir aðilar sem finna húsnæði fyrir fólk sem er að leita hér að vernd. Ég hef alltaf rætt við Vinnumálastofnun þegar þessar ásakanir koma fram, um að þau séu að yfirbjóða eða að það sé verið að senda fólk á götuna. Þetta er það sem maður heyrir og ég heyri jafn vel og annað fólk í samfélaginu. Ekkert af þessu á við rök að styðjast,“ segir Guðmundur Ingi og heldur áfram: „Vinnumálastofnun er ekki að yfirbjóða fólk sem hefur farið út húsnæði sem Vinnumálastofnun hefur tekið á leigu og farið í annað húsnæði á sama verði. Mér finnst við verða að tala svolítið varlega og halda okkur við staðreyndir.“ Önnur saga sem flogið hefur, bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, segir að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. Margrét bæjarfulltrúi sagði dæmi til um það en hafði ekki sjálf orðið vitni að áteiti. Sögunni fylgdi að verslunareigendur margir fengið sér svokallaðan öryggishnapp, af hræðslu við hælisleitendur. „Svo var þetta skoðað og það var enginn með öryggishnapp,“ segir Guðmundur Ingi. Viltu meina að þetta séu bara kjaftasögur? „Ég ætla ekki að dæma um það. Ég held að þetta stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna, vegna þess að við kannski þekkjum það ekki nógu vel,“ svarar Guðmundur Ingi og tekur dæmi til skýringar. „Fyrir kannski tuttugu, þrjátíu árum vorum við hrædd við homma og þá voru gróusögur um það að þeir væru að leita á börn. Ég fæ á tilfinninguna að vegna hræðslu við hið óþekkta séum við að gera þetta að einhverju vandamáli sem það ekki er. En ég vil bekina það að það er hræðsla í samfélaginu og í Reykjanesbæ er stór hluti innflytjendur, og ekki bara flóttafólk,“ segir Guðmundur Ingi. Verður að fækka flóttafólki í Reykjanesbæ Um 15 þúsund manns hafi komið hingað til lands á síðasta ári, þar af hafi flóttamenn verið um 3500. Aðrir séu innflytjendur af EES-svæðinu. „Þetta fólk heldur uppi hagvexti í landinu. Stórt hlutfall flóttafólks hér fer í vinnu, oft eftir að það er búið að aðlagast. Það má líka tala um það að taka á móti flóttafólki, eins vel og við getum, er líka fjárfesting.“ Hann segist ekki vita af áreiti en segir hlutverk sitt vera að gera góða umgjörð svo hægt sé að taka vel á móti fólki og að það aðlagist að samfélaginu. „Þess vegna erum við að vinna að aðgerðaráætlun með Reykjanesbæ. Hún snýst um að við þurfum núna að fækka hælisleitendum í Reykjanesbæ, vegna þess að þeir eru hlutfallslega fleiri þar en annars staðar. Hitt er að fólk hafi meira að gera, hafi eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur Ingi. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Miklar umræður hafa skapast um útlendingamálin í Reykjanesbæ undanfarið, sér í lagi vegna ummæla fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að Ísland sé í „stórkostlegum vandræðum“ í málaflokknum. Fyrir viku lét hann þessi ummæli falla í viðtali á Bylgjunni og sagði það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, tók undir þetta í viðtali í síðustu viku en í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl segir að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda, sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumálaráðherra svaraði fyrrnefndum orðrómi í Bítínu í morgun. Hræðsla við hið óþekkta „Vinnumálastofnun og ríkiseignir eru þeir aðilar sem finna húsnæði fyrir fólk sem er að leita hér að vernd. Ég hef alltaf rætt við Vinnumálastofnun þegar þessar ásakanir koma fram, um að þau séu að yfirbjóða eða að það sé verið að senda fólk á götuna. Þetta er það sem maður heyrir og ég heyri jafn vel og annað fólk í samfélaginu. Ekkert af þessu á við rök að styðjast,“ segir Guðmundur Ingi og heldur áfram: „Vinnumálastofnun er ekki að yfirbjóða fólk sem hefur farið út húsnæði sem Vinnumálastofnun hefur tekið á leigu og farið í annað húsnæði á sama verði. Mér finnst við verða að tala svolítið varlega og halda okkur við staðreyndir.“ Önnur saga sem flogið hefur, bæði á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum, segir að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. Margrét bæjarfulltrúi sagði dæmi til um það en hafði ekki sjálf orðið vitni að áteiti. Sögunni fylgdi að verslunareigendur margir fengið sér svokallaðan öryggishnapp, af hræðslu við hælisleitendur. „Svo var þetta skoðað og það var enginn með öryggishnapp,“ segir Guðmundur Ingi. Viltu meina að þetta séu bara kjaftasögur? „Ég ætla ekki að dæma um það. Ég held að þetta stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna, vegna þess að við kannski þekkjum það ekki nógu vel,“ svarar Guðmundur Ingi og tekur dæmi til skýringar. „Fyrir kannski tuttugu, þrjátíu árum vorum við hrædd við homma og þá voru gróusögur um það að þeir væru að leita á börn. Ég fæ á tilfinninguna að vegna hræðslu við hið óþekkta séum við að gera þetta að einhverju vandamáli sem það ekki er. En ég vil bekina það að það er hræðsla í samfélaginu og í Reykjanesbæ er stór hluti innflytjendur, og ekki bara flóttafólk,“ segir Guðmundur Ingi. Verður að fækka flóttafólki í Reykjanesbæ Um 15 þúsund manns hafi komið hingað til lands á síðasta ári, þar af hafi flóttamenn verið um 3500. Aðrir séu innflytjendur af EES-svæðinu. „Þetta fólk heldur uppi hagvexti í landinu. Stórt hlutfall flóttafólks hér fer í vinnu, oft eftir að það er búið að aðlagast. Það má líka tala um það að taka á móti flóttafólki, eins vel og við getum, er líka fjárfesting.“ Hann segist ekki vita af áreiti en segir hlutverk sitt vera að gera góða umgjörð svo hægt sé að taka vel á móti fólki og að það aðlagist að samfélaginu. „Þess vegna erum við að vinna að aðgerðaráætlun með Reykjanesbæ. Hún snýst um að við þurfum núna að fækka hælisleitendum í Reykjanesbæ, vegna þess að þeir eru hlutfallslega fleiri þar en annars staðar. Hitt er að fólk hafi meira að gera, hafi eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur Ingi. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjanesbær Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06 Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. 16. júní 2023 12:06
Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. 15. júní 2023 09:19