Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2023 09:19 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira