Ronaldo þakkar Íslandi fyrir sig Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 09:01 Ronaldo varð í gær fyrsti karlinn til að ná 200 leikjum fyrir þjóð sína. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, komst í heimsmetabók Guinness er hann lék með portúgalska landsliðinu gegn því íslenska í gær. Ronaldo var að spila sinn 200. landsleik í gær og verð þar með fyrsti karlinn til að ná þeim merka áfanga. Hann skoraði eina mark leiksins er Portúgal vann nauman 1-0 sigur gegn Íslandi í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í gær. Ronaldo var eðlilega sáttur eftir leik gærdagsins, og raunar var hann hinn kátasti í heimsókn sinni til landsins. Hann sló meðal annars á létta strengi á blaðamannafundi portúgalska liðsins á föstudag og hafði litlar áhyggjur af því þegar ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að leik loknum í gær. Eftir leik mætti Ronaldo svo í viðtal sem birtist á Twitter-reikningi Euro 2024. Þar þakkaði hann Íslandi kærlega fyrir sig. „Ég er svo glaður. Það eru svona augnablik sem þú býst aldrei við, að ná 200 leikjum með landsliðinu,“ sagði Ronaldo. „Fyrir mér er þetta er ótrúlegt afrek og að vera kominn í heimsmetabók Guinness er magnað. Að skora sigurmarkið gerir þetta svo enn magnaðra. Þannig að ég verð að fá að þakka áhorfendum á vellinum, Íslandi og stuðningsmönnum fyrir að búa til þessa veislu fyrir mig.“ "I'm so happy. For me it's an unbelievable achievement"We spoke to Mr 200 @Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/LpaInwxHej— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 20, 2023 Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Ronaldo var að spila sinn 200. landsleik í gær og verð þar með fyrsti karlinn til að ná þeim merka áfanga. Hann skoraði eina mark leiksins er Portúgal vann nauman 1-0 sigur gegn Íslandi í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í gær. Ronaldo var eðlilega sáttur eftir leik gærdagsins, og raunar var hann hinn kátasti í heimsókn sinni til landsins. Hann sló meðal annars á létta strengi á blaðamannafundi portúgalska liðsins á föstudag og hafði litlar áhyggjur af því þegar ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að leik loknum í gær. Eftir leik mætti Ronaldo svo í viðtal sem birtist á Twitter-reikningi Euro 2024. Þar þakkaði hann Íslandi kærlega fyrir sig. „Ég er svo glaður. Það eru svona augnablik sem þú býst aldrei við, að ná 200 leikjum með landsliðinu,“ sagði Ronaldo. „Fyrir mér er þetta er ótrúlegt afrek og að vera kominn í heimsmetabók Guinness er magnað. Að skora sigurmarkið gerir þetta svo enn magnaðra. Þannig að ég verð að fá að þakka áhorfendum á vellinum, Íslandi og stuðningsmönnum fyrir að búa til þessa veislu fyrir mig.“ "I'm so happy. For me it's an unbelievable achievement"We spoke to Mr 200 @Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/LpaInwxHej— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 20, 2023
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira