Fótbolti

U21 landslið Íslands lagði Ungverjaland 1-0

Siggeir Ævarsson skrifar
Danijel Dejan Djuric skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma
Danijel Dejan Djuric skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma Vísir/Getty

U21 landslið Íslands og Ungverjalands mættust í æfingaleik í dag á Bozsik Aréna í Ungverjalandi, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í uppbótartíma. Danijel Djuric, leikmaður Víkings, skoraði eina mark leiksins.

Leikurinn var hluti af undirbúningi liðsins fyrir riðlakeppni EM sem hefst í september. Ísland er í riðli með Danmörku, Litháen, Tékklandi og Wales.

Ísland og Ungverjaland mættust síðast í þessum aldursflokki 2005 og hafa nú alls mæst átta sinnum. Ísland hefur unnið þrjá leiki með þessum sigri, einn hefur endað í jafntefli og hafa Ungverjar unnið fjóra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×