Jón kvaddur á Bessastöðum: „Hann er litríkur“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:29 Jón Gunnarsson lætur af störfum með bros á vör. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi, allavega í bili, fyrir skömmu. Félagar hans í ríkisstjórn sögðu flestir að söknuður verði af honum. Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19