Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 10:19 Bjarni var brattur þegar hann bar að Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. Síðasti ríkissráðsfundur Jóns Gunnarssonar, allavega í bili, hefst eftir örskamma stund. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, tekur við starfi dómsmálaráðherra af honum að fundi loknum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti breytingarnar á fundi þingflokks í gær, en þær voru upphaflega tilkynntar þegar ríkisstjórnin var mynduð fyrir tæpum 19 mánuðum. Útlendingamálin kosti tíu milljarða Á leið inn á Bessastaði fyrir skömmu sagði Bjarni að þrýst yrði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns í útlendingamálum eftir. Hann segir að undanfarin ár hafi þingið brugðist í útlendingamálum og að breytinga væri þörf þar sem kostnaður af málaflokknum sé kominn yfir tíu milljarða á ári. Þá útilokaði Bjarni ekki að frekari hrókeringar yrðu innan ráðherraliðs Sjálfstæðisflokksins. Jón hefði viljað fylgja málunum eftir sjálfur Sjálfur sagði Jón að það væri eins með sig og aðra í pólitík. Hann gjarnan viljað getað fylgt eftir og klárað þau mál sem hann hefði lagt hug og hjarta í. Vísaði hann til málefna innflytjenda og hælisleitenda auk heimilda lögreglunnar. Hann sagði að hann myndi engin afskipti hafa af Guðrúnu í starfi. „Nei, nei, ég kem ekki nálægt öxlinni á henni, nema hún óski eftir því,“ sagði Jón. „Þetta legst mjög vel í mig. Takk fyrir. Ég tek á þeim málum [útlendingamálum] af festu eins og öllum málum sem bíða mín,“ sagði Guðrún áður en hún dreif sig inn á sinn fyrsta ríkisráðsfund. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Síðasti ríkissráðsfundur Jóns Gunnarssonar, allavega í bili, hefst eftir örskamma stund. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, tekur við starfi dómsmálaráðherra af honum að fundi loknum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti breytingarnar á fundi þingflokks í gær, en þær voru upphaflega tilkynntar þegar ríkisstjórnin var mynduð fyrir tæpum 19 mánuðum. Útlendingamálin kosti tíu milljarða Á leið inn á Bessastaði fyrir skömmu sagði Bjarni að þrýst yrði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns í útlendingamálum eftir. Hann segir að undanfarin ár hafi þingið brugðist í útlendingamálum og að breytinga væri þörf þar sem kostnaður af málaflokknum sé kominn yfir tíu milljarða á ári. Þá útilokaði Bjarni ekki að frekari hrókeringar yrðu innan ráðherraliðs Sjálfstæðisflokksins. Jón hefði viljað fylgja málunum eftir sjálfur Sjálfur sagði Jón að það væri eins með sig og aðra í pólitík. Hann gjarnan viljað getað fylgt eftir og klárað þau mál sem hann hefði lagt hug og hjarta í. Vísaði hann til málefna innflytjenda og hælisleitenda auk heimilda lögreglunnar. Hann sagði að hann myndi engin afskipti hafa af Guðrúnu í starfi. „Nei, nei, ég kem ekki nálægt öxlinni á henni, nema hún óski eftir því,“ sagði Jón. „Þetta legst mjög vel í mig. Takk fyrir. Ég tek á þeim málum [útlendingamálum] af festu eins og öllum málum sem bíða mín,“ sagði Guðrún áður en hún dreif sig inn á sinn fyrsta ríkisráðsfund.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira