Fótbolti

Ítalir sóttu bronsið í Þjóða­deildinni sigri á Hollendingum

Siggeir Ævarsson skrifar
Federico Chiesa skoraði þriðja og síðasta mark Ítalíu í dag
Federico Chiesa skoraði þriðja og síðasta mark Ítalíu í dag Vísir/Getty

Ítalir fara heim með bronsið frá Hollandi eftir 3-2 sigur á Hollendingum. Hollendingar voru meira með boltann og sóttu mikið en gekk ekki nógu vel að skapa sér afgerandi færi.

Ítalir komust í 2-0 strax á 20 mínútu með marki frá Davide Frattesi en Federico Dimarco hafði komið þeim á bragðið strax á 6. mínútu.

Hollendingar sóttu nánast án afláts frá upphafi seinni hálfleiks og uppskáru loks mark á 68. mínútu þegar Steven Bergwijn minnkaði muninn. Eftir það færðist meira jafnvægi á leikinn en Hollendingar skoruðu svo sárabótarmark á 89. mínútu þegar Georginio Wijnaldum kom boltanum í netið.

Ítalir áttu alls þrjú skot á rammann í leiknum og rötuðu þau öll í netið. Justin Bijlow, markvörður Hollendinga, átti því ekki einasta einustu vörslu í leiknum.

Úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar fer fram núna á eftir klukkan 18:45, en þar mætast Spánn og Króatía.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×