Biðst afsökunar á „skelfilegu“ myndbandi af gleðskap í Covid Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2023 10:12 Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, segist skilja að fólk bregðist reitt við myndbandi sem sýnir íhaldsfólk skemmta sér í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/EPA Ráðherra Íhaldsflokksins baðst í dag afsökunar á myndbandi sem sýnir gleðskap í höfuðstöðvum flokksins á meðan strangt samkomubann var í gildi í kórónuveirufaraldrinu. Á myndbandinu sjást flokksmenn drekka og dansa á sama tíma og fólk gat ekki verið með ástvinum á dánarbeði vegna takmarkananna. Dagblaðið Mirror birti myndbandið en það hafði áður komist yfir og birt ljósmyndir úr sama samkvæmi. Það var haldið í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins í London í desember árið 2020. Bretum var þá bannað að koma saman innandyra til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í myndbandinu heyrist maður segja að það sé allt í lagi að taka upp, svo lengi sem myndefninu sé ekki streymt á netinu „að við séum að sveigja reglurnar“. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir gleðskapinn var Shaun Bailey sem var þá í framboði til borgarstjóra London. Hann sést þó ekki á myndbandinu. EXCLUSIVE: First ever Partygate video revealed as Tories drink, dance and laugh at Covid rulespic.twitter.com/vIHbuIqWWf— The Mirror (@DailyMirror) June 17, 2023 Lögreglan rannsakaði viðburðinn eftir að myndir frá honum voru birtar en enginn var sektaður. Íhaldsflokkurinn segist hafa refsað þátttakendum í samkvæminu á sínum tíma. Engu að síður sagðist Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, harma myndbandið í dag. Honum kæmi ekki á óvart að fólk brygðist reitt við því að sjá það. „Þetta er skelfilegt. Mér finnst þetta alls ekki við hæfi. Ég vil bara biðja alla afsökunar, í raun og veru,“ sagði Gove við Sky News í dag. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér sem þingmaður í síðustu viku eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið óheiðarlegur í svörum um veisluhöld íhaldsfólks í faraldrinum. Þá hefði hann tekið þátt í að ógna og grafa undan þingmönnum sem rannsökuðu þau. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sjá meira
Dagblaðið Mirror birti myndbandið en það hafði áður komist yfir og birt ljósmyndir úr sama samkvæmi. Það var haldið í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins í London í desember árið 2020. Bretum var þá bannað að koma saman innandyra til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í myndbandinu heyrist maður segja að það sé allt í lagi að taka upp, svo lengi sem myndefninu sé ekki streymt á netinu „að við séum að sveigja reglurnar“. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir gleðskapinn var Shaun Bailey sem var þá í framboði til borgarstjóra London. Hann sést þó ekki á myndbandinu. EXCLUSIVE: First ever Partygate video revealed as Tories drink, dance and laugh at Covid rulespic.twitter.com/vIHbuIqWWf— The Mirror (@DailyMirror) June 17, 2023 Lögreglan rannsakaði viðburðinn eftir að myndir frá honum voru birtar en enginn var sektaður. Íhaldsflokkurinn segist hafa refsað þátttakendum í samkvæminu á sínum tíma. Engu að síður sagðist Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, harma myndbandið í dag. Honum kæmi ekki á óvart að fólk brygðist reitt við því að sjá það. „Þetta er skelfilegt. Mér finnst þetta alls ekki við hæfi. Ég vil bara biðja alla afsökunar, í raun og veru,“ sagði Gove við Sky News í dag. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér sem þingmaður í síðustu viku eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið óheiðarlegur í svörum um veisluhöld íhaldsfólks í faraldrinum. Þá hefði hann tekið þátt í að ógna og grafa undan þingmönnum sem rannsökuðu þau.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Richard Attenborough allur Erlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sjá meira
Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37