Biðst afsökunar á „skelfilegu“ myndbandi af gleðskap í Covid Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2023 10:12 Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, segist skilja að fólk bregðist reitt við myndbandi sem sýnir íhaldsfólk skemmta sér í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/EPA Ráðherra Íhaldsflokksins baðst í dag afsökunar á myndbandi sem sýnir gleðskap í höfuðstöðvum flokksins á meðan strangt samkomubann var í gildi í kórónuveirufaraldrinu. Á myndbandinu sjást flokksmenn drekka og dansa á sama tíma og fólk gat ekki verið með ástvinum á dánarbeði vegna takmarkananna. Dagblaðið Mirror birti myndbandið en það hafði áður komist yfir og birt ljósmyndir úr sama samkvæmi. Það var haldið í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins í London í desember árið 2020. Bretum var þá bannað að koma saman innandyra til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í myndbandinu heyrist maður segja að það sé allt í lagi að taka upp, svo lengi sem myndefninu sé ekki streymt á netinu „að við séum að sveigja reglurnar“. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir gleðskapinn var Shaun Bailey sem var þá í framboði til borgarstjóra London. Hann sést þó ekki á myndbandinu. EXCLUSIVE: First ever Partygate video revealed as Tories drink, dance and laugh at Covid rulespic.twitter.com/vIHbuIqWWf— The Mirror (@DailyMirror) June 17, 2023 Lögreglan rannsakaði viðburðinn eftir að myndir frá honum voru birtar en enginn var sektaður. Íhaldsflokkurinn segist hafa refsað þátttakendum í samkvæminu á sínum tíma. Engu að síður sagðist Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, harma myndbandið í dag. Honum kæmi ekki á óvart að fólk brygðist reitt við því að sjá það. „Þetta er skelfilegt. Mér finnst þetta alls ekki við hæfi. Ég vil bara biðja alla afsökunar, í raun og veru,“ sagði Gove við Sky News í dag. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér sem þingmaður í síðustu viku eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið óheiðarlegur í svörum um veisluhöld íhaldsfólks í faraldrinum. Þá hefði hann tekið þátt í að ógna og grafa undan þingmönnum sem rannsökuðu þau. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Dagblaðið Mirror birti myndbandið en það hafði áður komist yfir og birt ljósmyndir úr sama samkvæmi. Það var haldið í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins í London í desember árið 2020. Bretum var þá bannað að koma saman innandyra til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í myndbandinu heyrist maður segja að það sé allt í lagi að taka upp, svo lengi sem myndefninu sé ekki streymt á netinu „að við séum að sveigja reglurnar“. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir gleðskapinn var Shaun Bailey sem var þá í framboði til borgarstjóra London. Hann sést þó ekki á myndbandinu. EXCLUSIVE: First ever Partygate video revealed as Tories drink, dance and laugh at Covid rulespic.twitter.com/vIHbuIqWWf— The Mirror (@DailyMirror) June 17, 2023 Lögreglan rannsakaði viðburðinn eftir að myndir frá honum voru birtar en enginn var sektaður. Íhaldsflokkurinn segist hafa refsað þátttakendum í samkvæminu á sínum tíma. Engu að síður sagðist Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, harma myndbandið í dag. Honum kæmi ekki á óvart að fólk brygðist reitt við því að sjá það. „Þetta er skelfilegt. Mér finnst þetta alls ekki við hæfi. Ég vil bara biðja alla afsökunar, í raun og veru,“ sagði Gove við Sky News í dag. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér sem þingmaður í síðustu viku eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið óheiðarlegur í svörum um veisluhöld íhaldsfólks í faraldrinum. Þá hefði hann tekið þátt í að ógna og grafa undan þingmönnum sem rannsökuðu þau.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37