Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira