Innlent

For­seti sæmdi fjór­tán manns fálka­orðu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hefð er fyrir því að forseti veiti fálkaorður 1. janúar og 17. júní.
Hefð er fyrir því að forseti veiti fálkaorður 1. janúar og 17. júní. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi fjórtán manns heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní.

Hér að neðan má sjá lista yfir þau sem hlutu heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu að þessu sinni: 

  • Aðalgeir Egilsson, bóndi, riddarakross fyrir framlag til veðurathugana og minjavörslu.
  • Árný Aurangsari Hinriksson, kennari, riddarakross fyrir störf í þágu ættleiddra barna.
  • Davíð Ottó Arnar, yfirlæknir og prófessor, riddarakross fyrir framlag til hjartalækninga, vísindarannsókna og nýsköpunar.
  • Elínborg Lárusdóttir, félagsráðgjafi, riddarakross fyrir störf í þágu blindra og sjónskertra.
  • Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, riddarakross fyrir störf í þágu ungmenna og samfélags.
  • Guðrún Birna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri, riddarakross fyrir umönnun og þjónustu við aldraða.
  • Hafliði Már Aðalsteinsson, skipasmíðameistari, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, strand- og iðnmenningar.
  • Helgi Guðmundsson, prófessor emeritus, riddarakross fyrir framlag til menntunar og rannsókna á sviði íslenskra fræða.
  • Jóhanna Bergman Þorvaldsdóttir, bóndi, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf í landbúnaði.
  • Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður, riddarakross fyrir dagskrárgerð og þekkingarmiðlun um dægurtónlist, nærumhverfi og skógrækt.
  • Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur, riddarakross fyrir framlag til vísinda, miðlunar og náttúruvárvöktunar.
  • Lilja Hjaltadóttir, fiðluleikari og kennari, riddarakross fyrir framlag til tónlistaruppeldis og menntunar.
  • Peter Weiss forstöðumaður, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á sviði menntunar.
  • Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri, riddarakross fyrir störf í þágu menningarmála og ferðaþjónustu.

Í orðunefndinni sitja:

  • Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor, formaður
  • Bogi Ágústsson, fréttamaður
  • Drífa Hjartardóttir, fv. alþingismaður
  • Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari
  • Sigríður Snævarr, fv. sendiherra


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×