Vinnuskólabörnin fá engar verðbætur Árni Sæberg skrifar 16. júní 2023 14:05 Þessir ungu herramenn fá sömu laun og í fyrra, ákveði þeir að skrá sig í nám við Vinnuskólann. Vísir/Vilhelm Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarfjárheimild vegna launakostnaðar nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2023. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir því að laun nemenda hækki milli ára. Nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur hófu störf fyrir viku síðan, án þess að hafa hugmynd um það hvað þeir fengu í þóknun. Það fyrirkomulag var harðlega gagnrýnt. Á fundi borgarráðs í gær kom í ljós hver launin verða í sumar, þau sömu og í fyrra. Það er þrátt fyrir 9,5 prósent verðbólgu og því ljóst að kaupmáttur reykvískra barna dregst töluvert saman. Síðasta sumar var tillaga um hækkun launa í Vinnuskólanum samþykkt. Um var að ræða sjö prósent hækkun og tímakaup nemenda í 8. bekk fór í 711 krónur, nemenda í 9. bekk í 947 krónur og nemenda í 10. bekk í 1.184 krónur á tímann. Minnihlutinn óánægður Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn drógu ekki dul á óánægju sína með kaupmáttarrýrnun nemenda vinnuskólans. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja miður að ekki hafi verið búið að ákveða laun nemenda í Vinnuskólanum áður en nemendur hófu þar störf nú í júní. Þá er það jafnframt óásættanlegt að launin haldist óbreytt milli ára og að um engar verðbætur eða kjarabætur sé að ræða,“ segir í bókun lagðri fram af borgarráðsfulltrúm Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram bókun þar sem sagði að laun í Vinnuskólanum þurfi að vera vísitölutengd, enda ekki annað sanngjarnt. „Nú ríkir blússandi verðbólga. Skoða átti launamál nemenda skólans áður er skólinn hófst en þau hafa ekki hækkað í samræmi við aðrar launahækkanir. Laun þessa hóps eiga að lúta almennum verð- og kjarabótum eins og laun annarra í samfélaginu,“ segir í bókuninni. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun: „Fyrir ári síðan bókuðum við Vinstri græn á þessa leið í borgarráði: „Það er ánægjulegt að laun nemenda í Vinnuskólanum séu að hækka aftur enda var það löngu orðið tímabært að leiðrétta kjör þeirra en það var fyrst gert í formannstíð Vinstri grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði árið 2021. Framvegis þarf að gæta þess að tengja laun þeirra ákveðnum fasta launa svo þau fylgi öðrum hækkunum og launavísitölu og eins þarf að gera ráð fyrir þessum hækkunum við gerð fjárhagsáætlunar og úthlutunarramma. Eins mætti skoða leiðir til að afnema aldurstengingu launanna enda samræmist það ekki mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar að mismuna fólki vegna aldurs.“ Þessi bókun á enn við og brýnir borgarfulltrúi Vinstri grænna borgarráð í að ráðast í að koma þessu í ásættanlegan farveg með hagsmuni nemenda Vinnuskólans í fyrirrúmi. Nú er lag til að ráðast í betrumbætur á Vinnuskóla Reykjavíkur.“ Kjaramál Verðlag Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur hófu störf fyrir viku síðan, án þess að hafa hugmynd um það hvað þeir fengu í þóknun. Það fyrirkomulag var harðlega gagnrýnt. Á fundi borgarráðs í gær kom í ljós hver launin verða í sumar, þau sömu og í fyrra. Það er þrátt fyrir 9,5 prósent verðbólgu og því ljóst að kaupmáttur reykvískra barna dregst töluvert saman. Síðasta sumar var tillaga um hækkun launa í Vinnuskólanum samþykkt. Um var að ræða sjö prósent hækkun og tímakaup nemenda í 8. bekk fór í 711 krónur, nemenda í 9. bekk í 947 krónur og nemenda í 10. bekk í 1.184 krónur á tímann. Minnihlutinn óánægður Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn drógu ekki dul á óánægju sína með kaupmáttarrýrnun nemenda vinnuskólans. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja miður að ekki hafi verið búið að ákveða laun nemenda í Vinnuskólanum áður en nemendur hófu þar störf nú í júní. Þá er það jafnframt óásættanlegt að launin haldist óbreytt milli ára og að um engar verðbætur eða kjarabætur sé að ræða,“ segir í bókun lagðri fram af borgarráðsfulltrúm Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram bókun þar sem sagði að laun í Vinnuskólanum þurfi að vera vísitölutengd, enda ekki annað sanngjarnt. „Nú ríkir blússandi verðbólga. Skoða átti launamál nemenda skólans áður er skólinn hófst en þau hafa ekki hækkað í samræmi við aðrar launahækkanir. Laun þessa hóps eiga að lúta almennum verð- og kjarabótum eins og laun annarra í samfélaginu,“ segir í bókuninni. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun: „Fyrir ári síðan bókuðum við Vinstri græn á þessa leið í borgarráði: „Það er ánægjulegt að laun nemenda í Vinnuskólanum séu að hækka aftur enda var það löngu orðið tímabært að leiðrétta kjör þeirra en það var fyrst gert í formannstíð Vinstri grænna í umhverfis- og heilbrigðisráði árið 2021. Framvegis þarf að gæta þess að tengja laun þeirra ákveðnum fasta launa svo þau fylgi öðrum hækkunum og launavísitölu og eins þarf að gera ráð fyrir þessum hækkunum við gerð fjárhagsáætlunar og úthlutunarramma. Eins mætti skoða leiðir til að afnema aldurstengingu launanna enda samræmist það ekki mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar að mismuna fólki vegna aldurs.“ Þessi bókun á enn við og brýnir borgarfulltrúi Vinstri grænna borgarráð í að ráðast í að koma þessu í ásættanlegan farveg með hagsmuni nemenda Vinnuskólans í fyrirrúmi. Nú er lag til að ráðast í betrumbætur á Vinnuskóla Reykjavíkur.“
Kjaramál Verðlag Reykjavík Borgarstjórn Vinnumarkaður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira