Innlent

Enginn á­setningur að Er­ling dvelji á hjúkrunar­heimili í stað þess að fá NPA þjónustu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Fundað verður með lögmönnum Erling og Hamra vegna stöðunnar sem upp er komin.
Fundað verður með lögmönnum Erling og Hamra vegna stöðunnar sem upp er komin. Vísir/Vilhelm

Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir leitt að mál Erling Smith sé kominn í þann farveg sem Vísir hefur greint frá. Fundað verður með lögmönnum um lausn málsins.

„Það er enginn ásetningur hjá sveitarfélaginu að viðkomandi einstaklingur dvelji á hjúkrunarheimili í stað þess að hann njóti þjónustu á grundvelli NPA samnings líkt og hann gerir í dag,“ segir Sigurbjörg.

Vísir greindi frá því í dag að Mosfellsbær hefði leitast eftir því á þriðjudag, að sögn Eiríks Smith, réttargæslumanns Erling, að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili eftir að hann óskaði eftir hvíldarinnlögn.

Eiríkur segir að þetta hafi komið upp vegna mistaka ráðgjafa. Ráðgjafinn hafi beðist afsökunar og dregið beiðnina til baka þegar hann áttaði sig á því að um varanlega búsetu hafi verið að ræða. Segir Eiríkur að málið hafi verið leyst í góðu þó að málsmeðferðin í kringum hvíldarinnlagnir séu eftir sem áður villandi.

Fundað með lögmönnum

Sigurbjörg segir að Mosfellsbær finni til með Erling í erfiðum aðstæðum hans. Bærinn hafi nýlega verðið upplýstur um að málaferli vegna innheimtu dvalargjalda hjúkrunarheimilis væru í gangi.

„Málið verður í framhaldi rætt við lögmenn beggja aðila með von um að lausn finnist á því,“ segir hún.


Tengdar fréttir

Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæsta­rétti

Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×