Króatar unnu í framlengdum leik og mæta Ítalíu eða Spáni í úrslitum

Jón Már Ferro skrifar
Króatar fagna einu marka sinna í kvöld.
Króatar fagna einu marka sinna í kvöld. vísir/getty

Holland og Króatía mættust í undanúrslitum Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Króatar unnu 4-2 í framlengdum leik og mæta annað hvort Ítalíu eða Spáni í úrslitum.

Mörk frá Bruno Petkovic og Luka Modric tryggðu Króatíu sigurinn í framlengingu. Hollendingar komust yfir með marki frá Donyell Malen. Andrej Kramaric jafnaði leikinn áður en Mario Pasalic kom Króatíu yfir, 2-1. Noa Lang jafnaði leikinn, fyrir Holland, í 2-2 á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Heimamenn komust nokkrum sinnum í góðar stöður en náðu aðeins að nýta sér það einu sinni í fyrri hálfleik með markinu frá Donyel Malen. Hann kláraði færið sitt frábærlega framhjá markmanni Króatíu.

Eftir að Hollendingar komust yfir voru þeir sjálfum sér verstir og Cody Gakpo, leikmaður Liverpool, missti boltann klaufalega til Króata sem jöfnuðu leikinn með marki Andrej Kramaric eftir frábæran undirbúning goðsagnarinnar Luka Modric.

Þarna snérist leikurinn við og Króatar tóku við sér. Þeir komust yfir á 72. mínútu með marki Mario Palacic eftir undirbúning Luka Ivanusec. Eflaust setja margir spurningarmerki við varnarleik Virgil van Dijk, hinn frábæra varnarmann Liverpool. Hann hefði þurft að gera betur til að halda leiknum jöfnum.

Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Noa Lang jafnaði leikinn í uppbótartíma. Líflína Hollands var slitin þegar Bruno Petkovic skoraði fallegt mark. Luka Modric var besti maður vallarins líkt og oft áður. 

Króatar fara í úrslitaleikinn eftir vægast sagt skemmtilegan og dramatískan leik. Að loku voru gæði Modric sem gerðu útslagið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira