„Ég missi helming blóðs og drukkna næstum því“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2023 07:00 Kristbjörg segist klóra sig í gegnum daginn, sem einstæð móðir og öryrki eftir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir tæpum þremur árum síðan. vísir/vilhelm „Ég er rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki,“ segir Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir sem lenti í alvarlegu sæþotuslysi árið 2020. Tveir menn voru í upphafi mánaðar dæmdir til að bera óskipt ábyrgð á tjóni Kristbjargar. Hún segir erfitt að líta á dóminn sem sigur í ljósi þess sem á undan gekk. Slysið varð þann 17. ágúst árið 2020 um klukkan tíu að kvöldi til við Sólfarið í Reykjavík. Kristbjörg segist hafa farið í bátsferð með vini sínum en haldið fjörinu áfram og slegist í hóp með öðrum sem voru á leið í skemmtiferð á svokölluðum RIB-bát. Með í för var eigandi sæþotu sem fór út á sjó á sama tíma. RIB-bátar eru vinsæll fararskjóti fjörþyrstra ferðamanna.vísir „Þegar við erum búin að vera úti á sjó í smá tíma spyr ég í gamni mínu þann sem stýrir sæþotunni hvort hann taki farþega og hann svarar því játandi. Ég segi við fólkið að ég muni taka einn hring og komi svo aftur í bátinn þar sem ég var bara í björgunarvesti,“ segir Kristbjörg í samtali við Vísi. „Svo tökum við þennan eina hring og við strákurinn röbbum saman á sæþotunni. Hann vill svo skila mér aftur upp í bát. Svo tökum við eftir því að RIB-báturinn fer af stað og næsta sem ég veit er að ég fæ á mig mjög þungt högg, stingst á bólakaf ofan í sjó. Læknar telja mig hafa farið með löppina í skrúfuna á bátnum miðað við áverka. En þarna hangir löppin á mjög litlu, ég missi helming blóðs og drukkna næsum því.“ Kristbjörg segist enn fá martraðir vegna slyssins.vísir/vilhelm Nagli og sex skrúfur Að auki segir Kristbjörg að RIB-báturinn hafi rekist á svokallaðan Formúlubát um leið og sökkt honum. „Það er verið að reyna að halda honum á floti á meðan sæþotustrákurinn stekkur útí og grípur í mig og syndir með mig upp í bát. Ég vissi að það væri eitthvað að. Ég náði að koma upp úr mér: „hægri löpp, hægra hné. Ég er brotin!“ Kristbjörg var send í aðgerð strax daginn eftir. „Þar fæ ég fast á mig utanliggjandi járn til að halda löppinni stöðugri, sem skrúfaðist niður í lærlegg og í sköflung. Þetta var ég með á mér í tíu daga fram að aðgerð tvö. Þar fékk ég 36 sentimetra mergnagla í lærlegg og sex skrúfur. Það er yfirleitt farið í gegnum mjöð, en þar sem þetta var við hné þurftu þeir að negla þetta upp frá hnénu og í mjöðmina.“ Þarf að læra að ganga upp á nýtt Við þetta bætist þriðja aðgerðin þar sem Kristbjörg þurfti að fá sárasugu vegna þess að sárið tók ekki að gróa og möguleg er fjórða aðgerðin, svokölluð mænuörvun, til að minnka verki. Við tók langt og strangt bataferli sem stendur enn. „Ég var í sextán vikur á Reykjalundi og síðan þá í sjúkraþjálfun tvisvar í viku. Ég þarf bara að læra að labba upp á nýtt,“ segir Krisbjörg og bætir við að hún sé verkjuð alla daga. „Þetta er búið að vera rosalegt ferli, búið að taka ekkert minna á andlega heldur en líkamlega,“ segir Kristbjörg. „Þetta er búið að vera hreint út sagt ömurlegt, að vera svona ung og bara búið að kippa undan manni fótunum.“ Kristbjörg er búsett í Garði á Reykjanesskaga.vísir/vilhelm Klórar sig í gegnum daginn Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll föstudaginn 9. júní, er fallist á að stjórnandi RIB-bátsins og stjórnandi sæþotunnar beri óskipta bótaábyrgð á slysi Kristbjargar. Tekist var á um saknæmi þeirra, hvort Kristbjörg skuli bera ábyrgð sjálf á slysinu vegna áhættutöku og hvor eigendanna skuli bera ábyrgð á slysinu. „Þegar ég er inniliggjandi á Fossvogi hafði ég strax samband við lögfræðing og óskaði eftir aðstoð um að þetta færi í ferli,“ segir Kristbjörg. „Sigur og ekki sigur, það er rosalega vont að þurfa að standa í svona. Þetta er ekkert gott í hjartað fyrir neinn,“ segir hún spurð úti í tilfinningar eftir að dómurinn féll. „Eins og staðan á mér er í dag, er ég rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki.“ Fyrir slysið vann Kristbjörg sem stuðningsfulltrúi á skammtímavistun fyrir fötluð börn. Hún eignaðist barn rúmu ári eftir slysið og er þakklát fyrir þann stuðning sem hún fær frá fjölskyldu og vinum í kringum hana. „Ég er bara öryrki og rétt næ að klóra mig í gegnum daginn.“ Talaði um fíflagang í skýrslutöku Samkvæmt matsgerð sem gerð var við rekstur málsins í héraði var hraði bátsins 43 km/klst og sæþotunnar 34 km/klst tveimur sekúndum fyrir slysið. Málið gegn mönnunum tveimur, sem stýrðu sæþotunni og bátnum, höfðaði hún í janúar 2022 og krafðist bóta óskipt vegna stófellds gáleysis þeirra. Ólíkar sögur komu fram í skýrslutöku lögreglu. Stjórnandi bátsins sagði Kristbjörgu aldrei hafa beðið um að fara aftur í bátinn, heldur farið marga hringi á sjósleðanum með eiganda sem hafi siglt með vítaverðum hætti allan tímann. Hann hafi verið á fullri ferð þegar hann nálgaðist bátinn og enginn skili manneskju um borð í bát á slíkum hraða. Stjórnandi sæþotunnar sagðist hafa haldið að stjórnandi bátsins myndi gefa þeim kost á að koma um borð en hann hefði síðan rokið af stað og fannst honum líklegt að ætlunin væri að „gusa yfir þau sjó í einhverjum fíflagangi.“ „Allt í einu kominn fyrir framan mig“ Í dómnum eru alþjóðasiglingareglur raktar og komist að þeirri niðurstöðu að hvorki stjórnandi bátsins né stjórnandi sæþotunnar hafi farið eftir reglum eða gætt varúðar í aðdraganda slyssins. Stjórnandi bátsins sagði fyrir dómi ekki hafa vitað hvar sæþotan væri fyrr en hún var stödd beint fyrir framan hann. „Þá heyri ég öskur og lít svona aðeins við og sé að hann er að koma, þannig að ég legg á hann til að beygja frá honum til hægri vegna þess að ég tíni honum og allt í einu er hann kominn fyrir framan mig. Ég var að reyna að finna hann en fann hann ekki.“ Ekki var fallist á lækkun skaðabóta með tilliti til áhættutöku Kristbjargar. Því var viðurkennd skaðabótaskylda stjórnenda farartækjanna tveggja óskipt vegna líkamstjónsins sem hún varð fyrir. „Það er svo lítið hægt að segja eftir svona, maður er enn þá í andlegu sjokki,“ segir Kristbjörg. „Ég fæ enn þá martraðir, það er bara vont að þurfa að upplifa þetta.“ Dómsmál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Slysið varð þann 17. ágúst árið 2020 um klukkan tíu að kvöldi til við Sólfarið í Reykjavík. Kristbjörg segist hafa farið í bátsferð með vini sínum en haldið fjörinu áfram og slegist í hóp með öðrum sem voru á leið í skemmtiferð á svokölluðum RIB-bát. Með í för var eigandi sæþotu sem fór út á sjó á sama tíma. RIB-bátar eru vinsæll fararskjóti fjörþyrstra ferðamanna.vísir „Þegar við erum búin að vera úti á sjó í smá tíma spyr ég í gamni mínu þann sem stýrir sæþotunni hvort hann taki farþega og hann svarar því játandi. Ég segi við fólkið að ég muni taka einn hring og komi svo aftur í bátinn þar sem ég var bara í björgunarvesti,“ segir Kristbjörg í samtali við Vísi. „Svo tökum við þennan eina hring og við strákurinn röbbum saman á sæþotunni. Hann vill svo skila mér aftur upp í bát. Svo tökum við eftir því að RIB-báturinn fer af stað og næsta sem ég veit er að ég fæ á mig mjög þungt högg, stingst á bólakaf ofan í sjó. Læknar telja mig hafa farið með löppina í skrúfuna á bátnum miðað við áverka. En þarna hangir löppin á mjög litlu, ég missi helming blóðs og drukkna næsum því.“ Kristbjörg segist enn fá martraðir vegna slyssins.vísir/vilhelm Nagli og sex skrúfur Að auki segir Kristbjörg að RIB-báturinn hafi rekist á svokallaðan Formúlubát um leið og sökkt honum. „Það er verið að reyna að halda honum á floti á meðan sæþotustrákurinn stekkur útí og grípur í mig og syndir með mig upp í bát. Ég vissi að það væri eitthvað að. Ég náði að koma upp úr mér: „hægri löpp, hægra hné. Ég er brotin!“ Kristbjörg var send í aðgerð strax daginn eftir. „Þar fæ ég fast á mig utanliggjandi járn til að halda löppinni stöðugri, sem skrúfaðist niður í lærlegg og í sköflung. Þetta var ég með á mér í tíu daga fram að aðgerð tvö. Þar fékk ég 36 sentimetra mergnagla í lærlegg og sex skrúfur. Það er yfirleitt farið í gegnum mjöð, en þar sem þetta var við hné þurftu þeir að negla þetta upp frá hnénu og í mjöðmina.“ Þarf að læra að ganga upp á nýtt Við þetta bætist þriðja aðgerðin þar sem Kristbjörg þurfti að fá sárasugu vegna þess að sárið tók ekki að gróa og möguleg er fjórða aðgerðin, svokölluð mænuörvun, til að minnka verki. Við tók langt og strangt bataferli sem stendur enn. „Ég var í sextán vikur á Reykjalundi og síðan þá í sjúkraþjálfun tvisvar í viku. Ég þarf bara að læra að labba upp á nýtt,“ segir Krisbjörg og bætir við að hún sé verkjuð alla daga. „Þetta er búið að vera rosalegt ferli, búið að taka ekkert minna á andlega heldur en líkamlega,“ segir Kristbjörg. „Þetta er búið að vera hreint út sagt ömurlegt, að vera svona ung og bara búið að kippa undan manni fótunum.“ Kristbjörg er búsett í Garði á Reykjanesskaga.vísir/vilhelm Klórar sig í gegnum daginn Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem féll föstudaginn 9. júní, er fallist á að stjórnandi RIB-bátsins og stjórnandi sæþotunnar beri óskipta bótaábyrgð á slysi Kristbjargar. Tekist var á um saknæmi þeirra, hvort Kristbjörg skuli bera ábyrgð sjálf á slysinu vegna áhættutöku og hvor eigendanna skuli bera ábyrgð á slysinu. „Þegar ég er inniliggjandi á Fossvogi hafði ég strax samband við lögfræðing og óskaði eftir aðstoð um að þetta færi í ferli,“ segir Kristbjörg. „Sigur og ekki sigur, það er rosalega vont að þurfa að standa í svona. Þetta er ekkert gott í hjartað fyrir neinn,“ segir hún spurð úti í tilfinningar eftir að dómurinn féll. „Eins og staðan á mér er í dag, er ég rétt yfir þrítugt, öryrki og einstæð móðir. Ég ætti að vera á fullu á vinnumarkaði en ég næ því ekki.“ Fyrir slysið vann Kristbjörg sem stuðningsfulltrúi á skammtímavistun fyrir fötluð börn. Hún eignaðist barn rúmu ári eftir slysið og er þakklát fyrir þann stuðning sem hún fær frá fjölskyldu og vinum í kringum hana. „Ég er bara öryrki og rétt næ að klóra mig í gegnum daginn.“ Talaði um fíflagang í skýrslutöku Samkvæmt matsgerð sem gerð var við rekstur málsins í héraði var hraði bátsins 43 km/klst og sæþotunnar 34 km/klst tveimur sekúndum fyrir slysið. Málið gegn mönnunum tveimur, sem stýrðu sæþotunni og bátnum, höfðaði hún í janúar 2022 og krafðist bóta óskipt vegna stófellds gáleysis þeirra. Ólíkar sögur komu fram í skýrslutöku lögreglu. Stjórnandi bátsins sagði Kristbjörgu aldrei hafa beðið um að fara aftur í bátinn, heldur farið marga hringi á sjósleðanum með eiganda sem hafi siglt með vítaverðum hætti allan tímann. Hann hafi verið á fullri ferð þegar hann nálgaðist bátinn og enginn skili manneskju um borð í bát á slíkum hraða. Stjórnandi sæþotunnar sagðist hafa haldið að stjórnandi bátsins myndi gefa þeim kost á að koma um borð en hann hefði síðan rokið af stað og fannst honum líklegt að ætlunin væri að „gusa yfir þau sjó í einhverjum fíflagangi.“ „Allt í einu kominn fyrir framan mig“ Í dómnum eru alþjóðasiglingareglur raktar og komist að þeirri niðurstöðu að hvorki stjórnandi bátsins né stjórnandi sæþotunnar hafi farið eftir reglum eða gætt varúðar í aðdraganda slyssins. Stjórnandi bátsins sagði fyrir dómi ekki hafa vitað hvar sæþotan væri fyrr en hún var stödd beint fyrir framan hann. „Þá heyri ég öskur og lít svona aðeins við og sé að hann er að koma, þannig að ég legg á hann til að beygja frá honum til hægri vegna þess að ég tíni honum og allt í einu er hann kominn fyrir framan mig. Ég var að reyna að finna hann en fann hann ekki.“ Ekki var fallist á lækkun skaðabóta með tilliti til áhættutöku Kristbjargar. Því var viðurkennd skaðabótaskylda stjórnenda farartækjanna tveggja óskipt vegna líkamstjónsins sem hún varð fyrir. „Það er svo lítið hægt að segja eftir svona, maður er enn þá í andlegu sjokki,“ segir Kristbjörg. „Ég fæ enn þá martraðir, það er bara vont að þurfa að upplifa þetta.“
Dómsmál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira