Sturgeon sleppt úr haldi Árni Sæberg skrifar 11. júní 2023 19:51 Nicola Sturgeon getur um frjálst höfuð strokið. Ken Jack/Getty Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. Sturgeon var handtekin klukkan 10:09 að staðartíma í morgun og sleppt klukkan 17:24, að því er segir í frétt breska ríkissjónvarpsins um málið. „Ég er ekki í neinum vafa um það að ég er saklaus af öllu misferli,“ segir í yfirlýsingu sem Sturgeon birti á samfélagsmiðlinum Twitter, skömmu eftir að henni var sleppt. STATEMENT pic.twitter.com/MlpWJGzwi0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) June 11, 2023 Hún segist hafa fengið áfall þegar hún var handtekin og að það hafi reynt mikið á hana. Þá þakkar hún öllum þeim sem hafa stutt hana undanfarnar vikur og fullyrðir að hún myndi aldrei gera nokkuð, sem er til þess fallið að skaða skosku þjóðina eða skoska þjóðarflokkinn. Mikið hefur gengið á hjá Sturgeon undanfarið. Húsleit var gerð á heimili hennar þann 5. apríl síðastliðinn, og einnig var gerð húsleit í höfuðstöðvum flokksins í Edinborg. Peter Murrell, eiginmaður Sturgeon og fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, var handtekinn en síðar látinn laus án ákæru. Þá var Colin Beattie, gjaldkeri flokksins, einnig handtekinn í tengslum við sömu rannsókn lögreglu en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Skotland Bretland Tengdar fréttir Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sturgeon var handtekin klukkan 10:09 að staðartíma í morgun og sleppt klukkan 17:24, að því er segir í frétt breska ríkissjónvarpsins um málið. „Ég er ekki í neinum vafa um það að ég er saklaus af öllu misferli,“ segir í yfirlýsingu sem Sturgeon birti á samfélagsmiðlinum Twitter, skömmu eftir að henni var sleppt. STATEMENT pic.twitter.com/MlpWJGzwi0— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) June 11, 2023 Hún segist hafa fengið áfall þegar hún var handtekin og að það hafi reynt mikið á hana. Þá þakkar hún öllum þeim sem hafa stutt hana undanfarnar vikur og fullyrðir að hún myndi aldrei gera nokkuð, sem er til þess fallið að skaða skosku þjóðina eða skoska þjóðarflokkinn. Mikið hefur gengið á hjá Sturgeon undanfarið. Húsleit var gerð á heimili hennar þann 5. apríl síðastliðinn, og einnig var gerð húsleit í höfuðstöðvum flokksins í Edinborg. Peter Murrell, eiginmaður Sturgeon og fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins, var handtekinn en síðar látinn laus án ákæru. Þá var Colin Beattie, gjaldkeri flokksins, einnig handtekinn í tengslum við sömu rannsókn lögreglu en honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.
Skotland Bretland Tengdar fréttir Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28