Fáir úti á götu og heimsendabragur yfir borginni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2023 20:59 Nanna segir að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt á miðvikudaginn. stöð 2 Íslendingur sem staddur er í New York segir heimsendabrag yfir borginni. Fáir eru á ferli og varla sést til sólar vegna þykks reykmakkar sem hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Borgin sem aldrei sefur hefur legið í hálfgerðum dvala síðustu daga en appelsínugul slikja hefur hulið borgina þar sem þykkur reykmökkur hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna vegna gróðurelda í Kanada og ástandið verið verulega slæmt í New York. „Maður sá ekki sólina“ Nanna Guðrún Sigurðardóttir, starfsmaður Fréttastofunnar er stödd í borginni þar sem hún sækir tónlistarhátíð sem fram fer um helgina. Hún segir mengunina hafa verið rosalega, sérstaklega á miðvikudaginn þegar loftmengun mældist hættuleg og langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það var bara allt gult úti, fátt á götunum og pínu heimsendafílingur yfir borginni. Maður sá ekki sólina og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég hef komið nokkrum sinnum til New York þannig þetta var sérstakt að upplifa þetta.“ Andþyngsli og mengunarlykt Fólki hefur verið ráðið frá því að vera úti eins og kostur er og hvatt til að bera grímur. Flugi og íþróttaleikjum hefur verið frestað og um tíma var tvísýnt hvort af tónlistarhátíðinni yrði. Nanna segir að þegar mengunin hafi verið sem mest hafi hún fundið fyrir andþyngslum eftir nokkra klukkustunda útiveru og ertingu í augum og hálsi. Þá hafi mengunarlykt legið yfir borginni. Töluverð umfjöllun hafi verið um ástandið í bandarískum fjölmiðlum og mengunin á allra vörum. „Við erum búin að vera með kveikt á sjónvarpinu og allir að fjalla um þetta. Þetta var svo gult og klikkað.“ Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Borgin sem aldrei sefur hefur legið í hálfgerðum dvala síðustu daga en appelsínugul slikja hefur hulið borgina þar sem þykkur reykmökkur hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna vegna gróðurelda í Kanada og ástandið verið verulega slæmt í New York. „Maður sá ekki sólina“ Nanna Guðrún Sigurðardóttir, starfsmaður Fréttastofunnar er stödd í borginni þar sem hún sækir tónlistarhátíð sem fram fer um helgina. Hún segir mengunina hafa verið rosalega, sérstaklega á miðvikudaginn þegar loftmengun mældist hættuleg og langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það var bara allt gult úti, fátt á götunum og pínu heimsendafílingur yfir borginni. Maður sá ekki sólina og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég hef komið nokkrum sinnum til New York þannig þetta var sérstakt að upplifa þetta.“ Andþyngsli og mengunarlykt Fólki hefur verið ráðið frá því að vera úti eins og kostur er og hvatt til að bera grímur. Flugi og íþróttaleikjum hefur verið frestað og um tíma var tvísýnt hvort af tónlistarhátíðinni yrði. Nanna segir að þegar mengunin hafi verið sem mest hafi hún fundið fyrir andþyngslum eftir nokkra klukkustunda útiveru og ertingu í augum og hálsi. Þá hafi mengunarlykt legið yfir borginni. Töluverð umfjöllun hafi verið um ástandið í bandarískum fjölmiðlum og mengunin á allra vörum. „Við erum búin að vera með kveikt á sjónvarpinu og allir að fjalla um þetta. Þetta var svo gult og klikkað.“
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira