Enski boltinn

Arsenal ætlar ekki að sleppa X­haka fyrr en eftir­maður er fundinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Granit Xhaka er líklega á leið burt frá Arsenal.
Granit Xhaka er líklega á leið burt frá Arsenal. Vísir/Getty

Granit Xhaka virðist vera á leið frá Arsenal í sumar og er Bayern Leverkusen líklegur áfangastaður. Arsenal stefnir á að fá Declan Rice til að fylla skarð Svisslendingsins.

Granit Xhaka hefur verið leikmaður Arsenal síðan 2016 og var á tímabili fyrirliði liðsins áður en Martin Ödegaard fékk fyrirliðabandið í sínar hendur.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því á Twitter í dag að samkomulag sé í höfn á milli Xhaka og Bayern Leverkusen um félagaskipti hans í sumar. Romano segir að Xhaka hafi samþykkt samning þýska liðsins fyrir mánuði síðan.

Romano greinir hins vegar frá því sömuleiðis að Arsenal muni ekki sleppa Svisslendingnum fyrr en þeir hafa fundið leikmann í hans stað. Þar horfa þeir helst til Declan Rice leikmanns West Ham. Eftir sigur West Ham í Sambandsdeildinni í gær gaf stjórnarformaður West Ham það út að Rice fengi leyfi til að yfirgefa félagið í sumar.

Declan Rice hefur leikið 204 deildarleiki fyrir West Ham þar sem hann er uppalinn. Hann hefur verið orðaður við stórlið á borð við Arsenal og Manchester United en Mikel Arteta vill styrkja miðsvæði Arsenal í sumar og horfir hýru auga til Rice sem verður þó ekki ódýr kostur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.