Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 18:27 Einkaréttarkröfu Örnu upp á 400 þúsund krónur var vísað frá dómi. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. Dómurinn í Héraðsdómi eystra féll þann 16. maí síðastliðinn en var ekki birtur fyrr en í dag. Bæði Vísir og Heimildin höfðu beðið um að fá dóminn afhentan. Hin ákærða var sökuð um að hafa endurtekið sett sig í samband við Örnu og tengda aðila frá 4. maí til 12. ágúst árið 2021 með háttsemi sem hafi verið fallin til að valda hræðslu og kvíða. Meðal annars með því að hafa sent þrenn skilaboð í eigin nafni og dregið þau til baka og eytt skilaboðunum, að hafa þóst vera Páll Steingrímsson þegar hann hafi legið á sjúkrahúsi, að hafa hringt dyrasíma á heimili Örnu en síðan ekki gert var við sig þegar svarað var, að hafa fylgst með heimili Örnu um nokkra stund, að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli. Einnig að hún hafi sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa aldraðrar móður yfirmanns Örnu og afa hennar og ömmu. En bæði Arna og Páll hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja.“ Ákærða sagðist vilja vita hvar eiginmaður hennar Páll Steingrímsson væri. Hann var ásamt Örnu til umfjöllunar í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja.“ Saksóknari krafðist refsingar samkvæmt 232 greinar, a liðar, almennra hegningarlaga. En þar segir: „Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“ Þá gerði Arna einkaréttarkröfu upp á 400 þúsund krónur í miskabætur auk lögmannskostnaðar. Var hrædd og reið Hin ákærða kvaðst fyrir dómi ekki hafa þekkt Örnu áður en atvik málsins áttu sér stað. Kveikjan af þeim hafi verið símasamskipti sem hún hafi séð á milli Páls og Örnu á Messenger forritinu. Kvaðst hún ekki vita hvort hún sendi þessi skilaboð en kannaðist við að hafa verið með síma Páls á þessum tíma. Sagðist hún muna eftir að hafa farið heim til Örnu og hringt dyrabjöllunni einu sinni. Þegar ekki hafi verið svarað hafi hún haldið á brott. Hafi hún viljað fá svör um hvar Páll væri og hvort hann væri heima hjá Örnu. Þegar hún hringdi í Örnu hafi hún einnig verið að reyna að komast í samband við Pál því hún vissi að þau ynnu saman. Kvaðst hún ekki muna eftir að hafa sakað Örnu um framhjáhald. Hvað dreifingu fjölmiðlaumfjöllunar varðar sagðist hún hafa dreift henni á marga staði, bæði hjá fólki sem hún þekkti og ókunnugum. Hún hafi verið hrædd og reið á þessum tíma. Sagðist hún ekki hafa verið í góðu andlegu ástandi og hafi verið að skilja eftir 28 ára samband. Fór erlendis í nám Arna sagði að Páll hefði skýrt henni frá hvernig veikindi sín komu til og hafi hún orðið óörugg og ekki vitað hverju hin ákærða gæti tekið upp á ef hún kæmist í návígi við hana. Hún hafi greinilega verið í slæmu andlegu ástandi á þessum tíma. Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan maí en var ekki birtur fyrr en í dag, eftir að fjölmiðlar höfðu beðið um hann.Vísir/Vilhelm Kvaðst henni hafa liðið mjög illa á þessum tíma, fjölmiðlaumræða hafi verið hatrömm og hún upplifað sig óörugga heima hjá sér og á förnum vegi. Hún hafi haldið erlendis í nám með stuðningi vinnuveitenda og leitað sálfræðiaðstoðar. Grunaði framhjáhald Dómari sýknaði ákærðu af öllum sökum í málinu. Í dóminum segir meðal annars að það liggi fyrir að efni Messenger skilaboðanna hafi verið eytt og því ekkert komið fram í málinu til að hægt sé að heimfæra efni þeirra á greinar hegningarlaga. „Samkvæmt gögnum málsins og framburði ákærðu hafði hún á þessum tíma séð samskipti í síma eiginmanns síns á milli hans og brotaþola sem vöktu hjá henni þær grunsemdir að brotaþoli héldi við eiginmann hennar. Tilgangur ákærðu með því að svara skilaboðum brotaþola í nafni Páls var augljóslega sá að leita staðfestingar á þessum grunsemdum. Á háttsemin ekkert skylt við umsáturseinelti,“ segir í dóminum. Hvað dyrahringinguna varðar sé ósannað annað en að ákærða hafi hringt símanum og haldið brott. Blasi við ákærða hafi verið í leit að svörum við spurningum um hvar Páll væri. „Ekkert er fram komið um að ákærða hafa viðhaft nokkra ógnandi háttsemi í umrætt sinn. Verður erindi ákærðu, sem hélt á brott fljótlega eftir að hún hringdi dyrasíma brotaþola, með engu móti fellt undir háttsemi sem hafi verið til þess fallin að valda brotaþola hræðslu eða kvíða, hvað þá að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess,“ segir í dóminum. Óþægilegt símtal ekki umsáturseinelti Í símtali milli ákærðu og Örnu, sem Arna tók upp, kemur fram að Arna ýjaði að því að ákærða bæri ábyrgð á því að Páll var fluttur veikur á sjúkrahús. Ýjaði ákærða að því að meira væri á milli Örnu og Páls en vinskapur og lét í það skína að hún hefði gögn þess efnis en svaraði ekki spurningum Örnu um það. „Í símtalinu kom hins vegar ekkert efnislega fram sem fellt verður undir ógnandi háttsemi í skilningi 1. mgr. 232. gr. a hgl., þó að brotaþola kunni að hafa þótt símtalið óþægilegt. Þá fellst dómurinn ekki á að aðstæður hafi verið með þeim hætti að það að ákærða setti sig í samband við brotaþola símleiðis hafi verið til þess fallið að skapa þá tilfinningu hjá brotaþola að ákærða sæti um hana. Ákæruvaldið hefur heldur ekki sýnt fram á að það hafi verið ásetningur ákærðu að valda brotaþola hræðslu eða kvíða með símtalinu,“ segir í dóminum um símtalið. Hvað dreifingu fjölmiðlaumfjöllunar varðar hafi ákæruvaldið ekki getað sýnt fram á að það teldist til umsáturseineltis gagnvart Örnu. Heldur ekki að allir ákæruliðirnir samanlagt teldust sem slíkt. Dómsmál Akureyri Samherjaskjölin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira
Dómurinn í Héraðsdómi eystra féll þann 16. maí síðastliðinn en var ekki birtur fyrr en í dag. Bæði Vísir og Heimildin höfðu beðið um að fá dóminn afhentan. Hin ákærða var sökuð um að hafa endurtekið sett sig í samband við Örnu og tengda aðila frá 4. maí til 12. ágúst árið 2021 með háttsemi sem hafi verið fallin til að valda hræðslu og kvíða. Meðal annars með því að hafa sent þrenn skilaboð í eigin nafni og dregið þau til baka og eytt skilaboðunum, að hafa þóst vera Páll Steingrímsson þegar hann hafi legið á sjúkrahúsi, að hafa hringt dyrasíma á heimili Örnu en síðan ekki gert var við sig þegar svarað var, að hafa fylgst með heimili Örnu um nokkra stund, að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli. Einnig að hún hafi sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa aldraðrar móður yfirmanns Örnu og afa hennar og ömmu. En bæði Arna og Páll hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja.“ Ákærða sagðist vilja vita hvar eiginmaður hennar Páll Steingrímsson væri. Hann var ásamt Örnu til umfjöllunar í tengslum við hina svokölluðu „skæruliðadeild Samherja.“ Saksóknari krafðist refsingar samkvæmt 232 greinar, a liðar, almennra hegningarlaga. En þar segir: „Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“ Þá gerði Arna einkaréttarkröfu upp á 400 þúsund krónur í miskabætur auk lögmannskostnaðar. Var hrædd og reið Hin ákærða kvaðst fyrir dómi ekki hafa þekkt Örnu áður en atvik málsins áttu sér stað. Kveikjan af þeim hafi verið símasamskipti sem hún hafi séð á milli Páls og Örnu á Messenger forritinu. Kvaðst hún ekki vita hvort hún sendi þessi skilaboð en kannaðist við að hafa verið með síma Páls á þessum tíma. Sagðist hún muna eftir að hafa farið heim til Örnu og hringt dyrabjöllunni einu sinni. Þegar ekki hafi verið svarað hafi hún haldið á brott. Hafi hún viljað fá svör um hvar Páll væri og hvort hann væri heima hjá Örnu. Þegar hún hringdi í Örnu hafi hún einnig verið að reyna að komast í samband við Pál því hún vissi að þau ynnu saman. Kvaðst hún ekki muna eftir að hafa sakað Örnu um framhjáhald. Hvað dreifingu fjölmiðlaumfjöllunar varðar sagðist hún hafa dreift henni á marga staði, bæði hjá fólki sem hún þekkti og ókunnugum. Hún hafi verið hrædd og reið á þessum tíma. Sagðist hún ekki hafa verið í góðu andlegu ástandi og hafi verið að skilja eftir 28 ára samband. Fór erlendis í nám Arna sagði að Páll hefði skýrt henni frá hvernig veikindi sín komu til og hafi hún orðið óörugg og ekki vitað hverju hin ákærða gæti tekið upp á ef hún kæmist í návígi við hana. Hún hafi greinilega verið í slæmu andlegu ástandi á þessum tíma. Dómurinn féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan maí en var ekki birtur fyrr en í dag, eftir að fjölmiðlar höfðu beðið um hann.Vísir/Vilhelm Kvaðst henni hafa liðið mjög illa á þessum tíma, fjölmiðlaumræða hafi verið hatrömm og hún upplifað sig óörugga heima hjá sér og á förnum vegi. Hún hafi haldið erlendis í nám með stuðningi vinnuveitenda og leitað sálfræðiaðstoðar. Grunaði framhjáhald Dómari sýknaði ákærðu af öllum sökum í málinu. Í dóminum segir meðal annars að það liggi fyrir að efni Messenger skilaboðanna hafi verið eytt og því ekkert komið fram í málinu til að hægt sé að heimfæra efni þeirra á greinar hegningarlaga. „Samkvæmt gögnum málsins og framburði ákærðu hafði hún á þessum tíma séð samskipti í síma eiginmanns síns á milli hans og brotaþola sem vöktu hjá henni þær grunsemdir að brotaþoli héldi við eiginmann hennar. Tilgangur ákærðu með því að svara skilaboðum brotaþola í nafni Páls var augljóslega sá að leita staðfestingar á þessum grunsemdum. Á háttsemin ekkert skylt við umsáturseinelti,“ segir í dóminum. Hvað dyrahringinguna varðar sé ósannað annað en að ákærða hafi hringt símanum og haldið brott. Blasi við ákærða hafi verið í leit að svörum við spurningum um hvar Páll væri. „Ekkert er fram komið um að ákærða hafa viðhaft nokkra ógnandi háttsemi í umrætt sinn. Verður erindi ákærðu, sem hélt á brott fljótlega eftir að hún hringdi dyrasíma brotaþola, með engu móti fellt undir háttsemi sem hafi verið til þess fallin að valda brotaþola hræðslu eða kvíða, hvað þá að ásetningur ákærðu hafi staðið til þess,“ segir í dóminum. Óþægilegt símtal ekki umsáturseinelti Í símtali milli ákærðu og Örnu, sem Arna tók upp, kemur fram að Arna ýjaði að því að ákærða bæri ábyrgð á því að Páll var fluttur veikur á sjúkrahús. Ýjaði ákærða að því að meira væri á milli Örnu og Páls en vinskapur og lét í það skína að hún hefði gögn þess efnis en svaraði ekki spurningum Örnu um það. „Í símtalinu kom hins vegar ekkert efnislega fram sem fellt verður undir ógnandi háttsemi í skilningi 1. mgr. 232. gr. a hgl., þó að brotaþola kunni að hafa þótt símtalið óþægilegt. Þá fellst dómurinn ekki á að aðstæður hafi verið með þeim hætti að það að ákærða setti sig í samband við brotaþola símleiðis hafi verið til þess fallið að skapa þá tilfinningu hjá brotaþola að ákærða sæti um hana. Ákæruvaldið hefur heldur ekki sýnt fram á að það hafi verið ásetningur ákærðu að valda brotaþola hræðslu eða kvíða með símtalinu,“ segir í dóminum um símtalið. Hvað dreifingu fjölmiðlaumfjöllunar varðar hafi ákæruvaldið ekki getað sýnt fram á að það teldist til umsáturseineltis gagnvart Örnu. Heldur ekki að allir ákæruliðirnir samanlagt teldust sem slíkt.
Dómsmál Akureyri Samherjaskjölin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Sjá meira