Fótbolti

Mikael ekki með í landsleikjunum vegna meiðsla

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mikael Neville Anderson er meiddur og missir af landsleikjunum.
Mikael Neville Anderson er meiddur og missir af landsleikjunum.

Mikael Neville Anderson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal vegna meiðsla.

Greint var frá þessu á Twitter-síðu KSÍ nú fyrir skömmu en Mikael meiddist í leik með AGF í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Mikael á að baki 20 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og hefur skorað í þeim tvö mörk. Leikirnir gegn Slóvakíu þann 17. júni og Portúgal þremur dögum síðar verða fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn hins norska Åge Hareide sem tók við liðinu í kjölfar þess að Arnari Þór Viðarssyni var sagt upp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.