Hver leikmaður sem tekur þátt í riðlakeppni heimsmeistaramótsins fær 24 þúsund pund, tæplega 4,2 milljónir króna, í vasann að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian um málið.
Sú upphæð mun svo hækka eftir því sem liðin komast lengra í mótinu og munu leikmenn sigurliðsins fá 217 þúsund pund í sinn hlut, en það samsvarar rétt tæpum 38 milljónum íslenskra króna.
Fifa has revealed that players at the Women’s World Cup next month will earn individual fees directly from the global governing body for the first time..
— Guardian sport (@guardian_sport) June 7, 2023
By @SuzyWrack https://t.co/6EXwRNVRKZ
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu eru því ekki aðeins að missa af tækifærinu að spila á stærsta móti heims, heldur eru þær einnig að missa af ansi vænni peningasummu.
Raunar voru þær aðeins 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM. Án þess að ætla að fara að rífa þau sár of mikið upp máttu stelpurnar þola gríðarlega svekkjandi 1-0 tap gegn Hollendingum í lokaumferð undankeppni HM í leik þar sem jafntefli hefði tryggt sætið. Tapið þýddi að Ísland fór í umspil gegn Portúgal, en tapaði þeim leik 4-1 þar sem dómari leiksins var í aðalhlutverki.