Farin af landi eftir að hafa verið hótað endurkomubanni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 12:42 Stúlkan er fimmtán ára gömul. Hún er farin úr landi ásamt frænda sínum. Albanskur karlmaður á þrítugsaldri, Elio Hasani, sem meinuð var landganga í vikunni og haldið í flugstöðinni, ásamt fimmtán ára frænku sinni, í um þrjátíu klukkutíma hefur nú yfirgefið landið sjálfur. Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál. Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Lögmaður Elio, Claudia Wilson Molloy, segir yfirvöld ekki hafa heimild til að vísa manninum frá landi en að hann hafi ekki haft annarra kosta völ en að fara sjálfur eftir að hafa verið haldið á flugvellinum í meira en sólarhring. Claudia segir að eins og málið birtist henni þá sé ekki verið að fara eftir lögum. Þegar Elio lenti á Íslandi ásamt frænku sinni var honum sagt að hann þyrfti að kaupa sér miða úr landi fyrir sig og frænku sína og ef að hann myndi ekki gera það yrði honum vísað úr landi og sett endurkomubann í tvö ár. „Að sjálfsögðu ef þetta reynist rétt þykir mér það afskaplega alvarlegt og fordæmanleg vinnubrögð af hálfu lögreglunnar,“ segir Claudia. Elio flutti hingað til lands átján ára gamall. Hann var í hjónabandi en er nú að skilja og á dóttur sem er á þriðja ári. Foreldrar hans eru í heimsókn frá Albaníu og dvelja í íbúð hans eins og stendur. Hún segist ekki vita hvort hann sé á leið aftur til landsins en að hann reki hér fyrirtæki og eigi dóttur hér og því sé mikið í húfi fyrir hann. „Við fyrstu sýn tel ég ekki svo vera,“ segir Claudia spurð hvort að farið hafi verið að lögum í þessu máli. Claudia Wilson Molloy er lögmaður mannsins. Hún telur að ekki hafi verið farið að lögum í máli hans.Vísir/Egill „Ákvörðun lögreglunnar um frávísun umbjóðanda míns frá Íslandi byggir á því að hann hafi ekki heimild til dvalar á Íslandi og að hann hafi ekki lagt fram flugmiða um brottför frá Íslandi. Hann hefur búið hérna og verið með lögheimili og fjölskyldu og umsókn hans um endurnýjun dvalarleyfis er til vinnslu hjá Útlendingastofnun þannig samkvæmt upplýsingum í rafrænni gátt stofnunarinnar og því er augljóst að ákvörðun lögreglunnar um frávísun frá Íslandi var röng,“ segir Claudia að lokum. Barnavernd tilkynnt um málið Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum segir embættið ekki svara fyrirspurnum um einstaka mál en heimildir lögreglu til frávísunar, þegar aðilar uppfylla ekki skilyrði komu til landsins, sé að finna í lögum um útlendinga. Alda Hrönn Jóhannesdóttir er yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.Vísir Hún staðfestir að barnaverndaryfirvöldum hafi verið tilkynnt um málið en segir lögreglu að öðru leyti ekki geta tjáð sig um þetta mál.
Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Albanía Barnavernd Innflytjendamál Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira