Liverpool greinir frá félagsskiptunum á heimasíðu sinni og öllum helstu samfélagsmiðlum. Félagið gefur kaupverðið ekki upp, en talið er að Mac Allister kosti Liverpool 35 milljónir punda sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna.
We have reached an agreement for the transfer of @alemacallister from Brighton & Hove Albion on a long-term deal for an undisclosed fee ✍️
— Liverpool FC (@LFC) June 8, 2023
Félagsskipti Mac Allister til Liverpool hafa legið lengi í loftinu og var þetta í raun spurning um hvenær en ekki hvort leikmaðurinn yrði kynntur til leiks.
Mac Allister er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína undanfarna mánuði. Hann hefur verið á mála hjá Brighton frá árinu 2019 þar sem hann hefur leikið 98 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skorað 16 mörk.
Þá á Mac Allister að baki 16 leiki fyrir argentínska landsliðið og lék hann lykilhlutverk í liðinu er Argentíunumenn urðu heimsmeistarar í Katar í desember á síðasta ári.