Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 08:12 Pence sagði Repúblikanaflokkinn verða að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira