Fótbolti

Rekinn þrátt fyrir að hafa gert PSG að meisturum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christophe Galtier hefur bæði gert Paris Saint-Germain og Lille að frönskum meisturum.
Christophe Galtier hefur bæði gert Paris Saint-Germain og Lille að frönskum meisturum. getty/Tim Clayton

Paris Saint-Germain hefur rekið knattspyrnustjórann Christophe Galtier þrátt fyrir að hann hafi gert liðið að frönskum meisturum.

Galtier tók við PSG af Mauricio Pochettino fyrir tímabilið. Undir hans stjórn varð Parísarliðið franskur meistari en endaði aðeins með einu stigi meira en Lille. Þá vann PSG ekki frönsku bikarkeppnina og féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Galtier hefur nú verið látinn taka pokann sinn. Búist er við því að Julian Nagelsmann taki við starfi hans í París. Nagelsmann var rekinn frá Bayern München í vor eftir að hafa stýrt liðinu í tæp tvö tímabil.

Nagelsmann var stjóri Bayern þegar liðið sló PSG út úr Meistaradeildinni í vetur, 3-0 samanlagt.

Galtier kom til PSG frá Nice. Þar áður var hann stjóri Saint-Étienne og Lille. Undir hans stjórn varð Lille franskur meistari fyrir tveimur árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.