Innlent

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rostungurinn hefur vakið mikla athygli.
Rostungurinn hefur vakið mikla athygli. vísir/vilhelm

Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 

Stutt er síðan rostungurinn Þór gerði sig heimakominn á Þórshöfn. Í apríl heimsótti hann Ísland í annað sinn.

Nú er nýr Íslandsvinur mættur og spókar sig í fjörunni á Álftanesi. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum.

Fjarlægðarmörkin eiga kannski ekki við um ljósmyndara.vísir/vilhelm

Skögultennurnar notar rostungurinn til að klifra upp á ísjaka og verja sig og sína. vísir/vilhelm
Smá lögn.vísir/vilhelm
Merkileg dýr.vísir/vilhelm
Rostungurinn heilsaði ljósmyndara.vísir/vilhelm
Afslappaður.vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi

Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×