Innlent

Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þór var veiklulegur á bryggjunni í dag.
Þór var veiklulegur á bryggjunni í dag. hilma steinarsdóttir

Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 

Allar líkur voru á því að um sama rostung hafi verið að ræða. Mbl.is hefur það eftir doktorsnema í nátt­úru­vís­ind­um í Noregi, sem fylgist grannt með ferðum rostunga, að rostungurinn sé vissulega Þór. Hann hafi fyrst farið til suðurs í Evr­ópu en snúið við og tek­ið stefn­una heim. Hann muni að öllum líkindum halda næst til Grænlands.

Þór var mættur eldsnemma í morgun á Þórshöfn, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju. Fólk hefur flykkst niður á höfn í dag til að berja hann augum:

Þór spókaði sig einnig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í febrúar á þessu ári eftir ferðalag frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök báru kennsl á díla á hreifum hans og greindu frá því að um sama rostung hafi verið að ræða og þann sem vakti lukku á bryggju í Scarborough í Bretlandi. Þór fékk nafn sitt í Scarborough.


Tengdar fréttir

Risa­vaxinn rostungur á flot­bryggju Þórs­hafnar

Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×