Innlent

Hægt að gifta sig í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir þrjátíu þúsund krónur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Útsýnið úr Tjarnarsal þar sem nú verður hægt að gifta sig.
Útsýnið úr Tjarnarsal þar sem nú verður hægt að gifta sig. Reykjavík

Elskendur geta leigt sal í Ráðhúsi Reykjavíkur og látið pússa sig saman alla virka daga og laugardaga á milli klukkan 10 og 15. Aðstoð við uppsetningu, dúkar og kertastjakar eru innifalin í verðinu sem er þrjátíu þúsund krónur á virkum dögum en fjörutíu þúsund krónur á laugardögum.

Forsætisnefnd samþykkti reglurnar á dögunum en athöfnin má standa yfir í að hámarki eina klukkustund og fara fram standandi. Hámarksfjöldi miðast við fimmtíu gesti. Leyfilegt er að skála að athöfn lokinni en ekki heimilt að vera með hrísgjórn, sápukúlur, konfetti eða þess háttar.

Tveir salir á þriðju hæð hússins standa til boða, Turn og Tjarnarbúð, ásamt rými í Tjarnarsal á jarðhæðinni. 

Fulltrúi viðburðastjórnar er á staðnum á meðan á athöfn stendur. Viðburðastjórn Ráðhúss Reykjavíkur er tengiliður fyrir leigu á sölum Ráðhúss fyrir hjónavígslur, og heldur utan um umsóknir og afgreiðslu þeirra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.