Stuðningsmennirnir skiluðu Spalletti stýrinu sem þeir stálu af honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2023 10:01 Luciano Spalletti hinn kátasti með stýrið. Stuðningsmenn Ítalíumeistara Napoli hafa skilað fráfarandi stjóra liðsins, Luciano Spalletti, stýri sem þeir stálu af honum fyrir tveimur árum. Þrátt fyrir að hafa gert Napoli að ítölskum meisturum í fyrsta sinn í 33 ár er Spalletti á förum frá félaginu. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun um tíma. Spalletti fékk heldur óvenjulega kveðjugjöf frá stuðningsmönnum Napoli en þeir skiluðu honum stýri og geisladiskum sem þeir stálu úr Fiat Panda bíl hans þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum. Þeir mótmæltu þá ráðningu hans. Stuðningsmennirnir lofuðu að láta Spalletti hafa stýrið aftur þegar hann myndi hætta með Napoli og þeir stóðu við loforðið. Þeir pökkuðu stýrinu og geisladiskunum inn fyrir Spalletti, að sjálfsögðu í ljósbláan pappír. Spalletti var svo hinn kátasti þegar hann var búinn að opna pakkann eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sorpresa esilarante per Luciano #Spalletti a Castel Volturno. Alcuni ultras del #Napoli portano un pacco regalo all'allenatore dello #Scudetto: all'interno c'è il volante della Panda e i cd di Pino Daniele rubati nel 2021 pic.twitter.com/rVCwqez9OZ— Salvatore Amoroso (@salv_amoroso) June 6, 2023 Napoli hafði mikla yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og tryggði sér titilinn í byrjun maí. Napoli fékk alls níutíu stig í ítölsku deildinni, sextán stigum meira en silfurlið Lazio. Napoli komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Napoli voru langt frá því að vera ánægðir með ráðninguna á Spalletti á sínum tíma en nú er allt annað hljóð í þeim enda leiddi hann liðið til langþráðs meistaratitils. Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa gert Napoli að ítölskum meisturum í fyrsta sinn í 33 ár er Spalletti á förum frá félaginu. Hann ætlar að taka sér frí frá þjálfun um tíma. Spalletti fékk heldur óvenjulega kveðjugjöf frá stuðningsmönnum Napoli en þeir skiluðu honum stýri og geisladiskum sem þeir stálu úr Fiat Panda bíl hans þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum. Þeir mótmæltu þá ráðningu hans. Stuðningsmennirnir lofuðu að láta Spalletti hafa stýrið aftur þegar hann myndi hætta með Napoli og þeir stóðu við loforðið. Þeir pökkuðu stýrinu og geisladiskunum inn fyrir Spalletti, að sjálfsögðu í ljósbláan pappír. Spalletti var svo hinn kátasti þegar hann var búinn að opna pakkann eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Sorpresa esilarante per Luciano #Spalletti a Castel Volturno. Alcuni ultras del #Napoli portano un pacco regalo all'allenatore dello #Scudetto: all'interno c'è il volante della Panda e i cd di Pino Daniele rubati nel 2021 pic.twitter.com/rVCwqez9OZ— Salvatore Amoroso (@salv_amoroso) June 6, 2023 Napoli hafði mikla yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og tryggði sér titilinn í byrjun maí. Napoli fékk alls níutíu stig í ítölsku deildinni, sextán stigum meira en silfurlið Lazio. Napoli komst einnig í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Stuðningsmenn Napoli voru langt frá því að vera ánægðir með ráðninguna á Spalletti á sínum tíma en nú er allt annað hljóð í þeim enda leiddi hann liðið til langþráðs meistaratitils.
Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjá meira