Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkisstjórnarinnar Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 21:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Stöð 2/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn. „Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent