Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2023 12:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Innlent „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Erlent Fleiri fréttir Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Mjög lítið hlaup eða jarðhitaleki í Skálm Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Árni Indriðason er látinn Sjá meira