Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 11:11 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fundinn sem nú stendur yfir. Stöð 2/Einar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Sjá meira
Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Sjá meira