Fótbolti

Postecoglou tekinn við Tottenham

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ange Postecoglou er tekinn við stjórnartaumunum hjá Tottenham.
Ange Postecoglou er tekinn við stjórnartaumunum hjá Tottenham. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur hefur ráðið ástralska knattspyrnustjórann Ange Postecoglou til starfa.

Tottenham hafði verið í þjálfaraleit síðan Ítalinn Antonio Conte var látinn fara frá félaginu í lok mars á þessu ári, en síðan þá hafa tveir bráðabirgðastjórar stýrt liðinu. Fyrsta tók aðstoðarmaður Contes, Cristian Stellini, við liðinu áður en Ryan Mason tók við stjórnartaumunum stuttu síðar.

Postecoglou kemur til Tottenham frá Celtic í Skotlandi. Hann stýrði liðinu í tvö ár og í vetur vann Celtic þrefalt heima fyrir undir hans stjórn.

Þjálfarinn er fæddur í Grikklandi, en flutti ungur til Ástralíu. Sem leikmaður lék hann stærstan hluta ferilsins með South Melbourne og á einnig að baki fjóra leiki fyrir ástralska landsliðið.

Á þjálfaraferlinum hefur hann þjálfað yngri landslið Ástralíu, sem og A-landsliðið, ásamt því að hafa stýrt liðum á borð við Brisbane Roar og Melbourne Victory í heimalandinu og Yokohama F. Marinos í Japan áður en hann tók við Celtic.


Tengdar fréttir

Þögull sem gröfin í skugga þrá­látra sögu­sagna

Ange Postecoglou, knatt­spyrnu­stjóri skoska liðsins Celtic sem í gær tryggði sér þrennuna í Skot­landi, var þögull sem gröfin er hann var spurður út í fram­tíð sína hjá fé­laginu. Postecoglou er í­trekað orðaður við stjóra­stöðuna hjá Totten­ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×