Stóðu heiðursvörð um tárvotan Lahoz eftir að hann dæmdi sinn síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 14:01 Antonio Mateu Lahoz dæmdi sinn síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Rafa Babot/Getty Images Það var tilfinningaþrungin stund fyrir dómarann Antonio Mateu Lahoz eftir leik Mallorca og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, í gær. Lahoz var að dæma sinn síðasta leik í deildinni og leikmenn liðanna stóðu heiðursvörð um dómarann eftir að hann flautaði til leiksloka. Fjölskylda dómarans var mætt á völlinn til að fylgjast með hans síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni. Lahoz lét tilfinningarnar ná yfirhöndinni er hann nálgaðist fjölskyldu sína og leikmenn og áhorfendur fögnuðu honum á leið sinni af vellinum. Legendary Spanish referee Antonio Mateu Lahoz was moved to tears after refereeing his final match in LaLiga 🥺A guard of honour and a celebration with family.#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/onwdwOHeA6— Optus Sport (@OptusSport) June 5, 2023 Þessi 46 ára gamli Spánverji hefur verið dómari að atvinnu frá árinu 1999 og dæmt í efstu deild á Spáni síðan árið 2008. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gefa metfjölda gulra spjalda á HM er hann dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum á seinasta heimsmeistaramóti í Katar. Lahoz hefur oft verið gagnrýndur fyrir stíl sinn sem dómari og eins og flestir sem taka að sér starfið hefur hann einnig oft verið umdeildur. Það er þó erfitt að segja að Lahoz hafi ekki átt farsælan feril sem dómari, en hann hefur dæmt á bæði HM og EM, sem og Ólympíuleikunum. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2021. Lahoz hefur ekki enn gefið út hvað tekur við nú þegar dómaraferlinum á Spáni er lokið. Hann gæti tekið að sér dómarastarf í annari deild en í heimalandinu þar sem það var ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar að leggja Lahoz til hliðar fyrir næsta tímabil, en hann hefur einnig gefið í skyn að hann gæti snúið aftur í sitt gamla starf sem íþróttakennari. Spænski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira
Fjölskylda dómarans var mætt á völlinn til að fylgjast með hans síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni. Lahoz lét tilfinningarnar ná yfirhöndinni er hann nálgaðist fjölskyldu sína og leikmenn og áhorfendur fögnuðu honum á leið sinni af vellinum. Legendary Spanish referee Antonio Mateu Lahoz was moved to tears after refereeing his final match in LaLiga 🥺A guard of honour and a celebration with family.#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/onwdwOHeA6— Optus Sport (@OptusSport) June 5, 2023 Þessi 46 ára gamli Spánverji hefur verið dómari að atvinnu frá árinu 1999 og dæmt í efstu deild á Spáni síðan árið 2008. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gefa metfjölda gulra spjalda á HM er hann dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum á seinasta heimsmeistaramóti í Katar. Lahoz hefur oft verið gagnrýndur fyrir stíl sinn sem dómari og eins og flestir sem taka að sér starfið hefur hann einnig oft verið umdeildur. Það er þó erfitt að segja að Lahoz hafi ekki átt farsælan feril sem dómari, en hann hefur dæmt á bæði HM og EM, sem og Ólympíuleikunum. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2021. Lahoz hefur ekki enn gefið út hvað tekur við nú þegar dómaraferlinum á Spáni er lokið. Hann gæti tekið að sér dómarastarf í annari deild en í heimalandinu þar sem það var ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar að leggja Lahoz til hliðar fyrir næsta tímabil, en hann hefur einnig gefið í skyn að hann gæti snúið aftur í sitt gamla starf sem íþróttakennari.
Spænski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira