Stóðu heiðursvörð um tárvotan Lahoz eftir að hann dæmdi sinn síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 14:01 Antonio Mateu Lahoz dæmdi sinn síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Rafa Babot/Getty Images Það var tilfinningaþrungin stund fyrir dómarann Antonio Mateu Lahoz eftir leik Mallorca og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, í gær. Lahoz var að dæma sinn síðasta leik í deildinni og leikmenn liðanna stóðu heiðursvörð um dómarann eftir að hann flautaði til leiksloka. Fjölskylda dómarans var mætt á völlinn til að fylgjast með hans síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni. Lahoz lét tilfinningarnar ná yfirhöndinni er hann nálgaðist fjölskyldu sína og leikmenn og áhorfendur fögnuðu honum á leið sinni af vellinum. Legendary Spanish referee Antonio Mateu Lahoz was moved to tears after refereeing his final match in LaLiga 🥺A guard of honour and a celebration with family.#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/onwdwOHeA6— Optus Sport (@OptusSport) June 5, 2023 Þessi 46 ára gamli Spánverji hefur verið dómari að atvinnu frá árinu 1999 og dæmt í efstu deild á Spáni síðan árið 2008. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gefa metfjölda gulra spjalda á HM er hann dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum á seinasta heimsmeistaramóti í Katar. Lahoz hefur oft verið gagnrýndur fyrir stíl sinn sem dómari og eins og flestir sem taka að sér starfið hefur hann einnig oft verið umdeildur. Það er þó erfitt að segja að Lahoz hafi ekki átt farsælan feril sem dómari, en hann hefur dæmt á bæði HM og EM, sem og Ólympíuleikunum. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2021. Lahoz hefur ekki enn gefið út hvað tekur við nú þegar dómaraferlinum á Spáni er lokið. Hann gæti tekið að sér dómarastarf í annari deild en í heimalandinu þar sem það var ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar að leggja Lahoz til hliðar fyrir næsta tímabil, en hann hefur einnig gefið í skyn að hann gæti snúið aftur í sitt gamla starf sem íþróttakennari. Spænski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Fjölskylda dómarans var mætt á völlinn til að fylgjast með hans síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni. Lahoz lét tilfinningarnar ná yfirhöndinni er hann nálgaðist fjölskyldu sína og leikmenn og áhorfendur fögnuðu honum á leið sinni af vellinum. Legendary Spanish referee Antonio Mateu Lahoz was moved to tears after refereeing his final match in LaLiga 🥺A guard of honour and a celebration with family.#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/onwdwOHeA6— Optus Sport (@OptusSport) June 5, 2023 Þessi 46 ára gamli Spánverji hefur verið dómari að atvinnu frá árinu 1999 og dæmt í efstu deild á Spáni síðan árið 2008. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gefa metfjölda gulra spjalda á HM er hann dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum á seinasta heimsmeistaramóti í Katar. Lahoz hefur oft verið gagnrýndur fyrir stíl sinn sem dómari og eins og flestir sem taka að sér starfið hefur hann einnig oft verið umdeildur. Það er þó erfitt að segja að Lahoz hafi ekki átt farsælan feril sem dómari, en hann hefur dæmt á bæði HM og EM, sem og Ólympíuleikunum. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2021. Lahoz hefur ekki enn gefið út hvað tekur við nú þegar dómaraferlinum á Spáni er lokið. Hann gæti tekið að sér dómarastarf í annari deild en í heimalandinu þar sem það var ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar að leggja Lahoz til hliðar fyrir næsta tímabil, en hann hefur einnig gefið í skyn að hann gæti snúið aftur í sitt gamla starf sem íþróttakennari.
Spænski boltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira