Ákærður fyrir að klæðast United treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. júní 2023 07:00 Stuðningsmenn Manchester United fjölmenntu á Wembley á laugardag þar sem liðið beið lægri hlut gegn Manchester City í úrslitaleik FA-bikarsins. Vísir/Getty Karlmaður á Englandi hefur verið ákærður eftir að hann sást á mynd á úrslitaleik FA-bikarsins íklæddur Manchester United treyju með móðgandi texta sem vísaði í Hillsborough harmleikinn. James White, 33 ára karlmaður frá Warwickshire, var birt ákæra í gær en myndin af honum í treyjunni var tekin á bikarúrslitaleik Manchester United og Manchester City á laugardag. White var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara þann 19. júní næstkomandi. Á bakhlið treyjunnar var númerið 97 og textinn „not enough“ en 97 er sá fjöldi stuðningsmanna Liverpool sem létust á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum árið 1986. Óháð rannsóknarnefnd úrskurðaði árið 2016 að stuðningsmennirnir hefðu látist vegna fjölda mistaka lögreglu við umsjón leiksins. „Knattspyrnusambandið fordæmir harðlega athæfi þess einstaklings sem klæddist treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn í aðdraganda úrslitaleiks FA-bikarsins á Wembley,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. A short story. pic.twitter.com/v8qCZibNyX— Football Tweet (@Football__Tweet) June 3, 2023 „Við fögnum snöggum viðbrögðum lögreglunnar. Sambandið mun ekki líða nokkurs konar hatur sem tengist Hillsborough eða öðrum knattspyrnutengdum harmleikjum á Wembley og mun halda áfram að vinna með yfirvöldum til að tryggja að gripið sé til harða aðgerða.“ Lögreglan sagði í yfirlýsingu í gær að tuttugu og tveir til viðbótar hefðu verið handteknir í sérstakri aðgerð sem beindist að líkamsárásum, átökum, vörslu fíkniefna og drykkjulátum. Þá bætti lögreglan við að fyrirspurnir hefðu borist vegna atviks skömmu eftir mark Manchester United í leiknum í gær þar sem hlut var kastað inn á völlinn. Engar handtökur hafa verið framkvæmdar en hluturinn virtist hæfa Victor Lindelöf, leikmann United. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
James White, 33 ára karlmaður frá Warwickshire, var birt ákæra í gær en myndin af honum í treyjunni var tekin á bikarúrslitaleik Manchester United og Manchester City á laugardag. White var látinn laus gegn tryggingu en þarf að mæta fyrir dómara þann 19. júní næstkomandi. Á bakhlið treyjunnar var númerið 97 og textinn „not enough“ en 97 er sá fjöldi stuðningsmanna Liverpool sem létust á leik Liverpool og Nottingham Forest á Hillsborough-vellinum árið 1986. Óháð rannsóknarnefnd úrskurðaði árið 2016 að stuðningsmennirnir hefðu látist vegna fjölda mistaka lögreglu við umsjón leiksins. „Knattspyrnusambandið fordæmir harðlega athæfi þess einstaklings sem klæddist treyju með tilvísun í Hillsborough harmleikinn í aðdraganda úrslitaleiks FA-bikarsins á Wembley,“ segir í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins. A short story. pic.twitter.com/v8qCZibNyX— Football Tweet (@Football__Tweet) June 3, 2023 „Við fögnum snöggum viðbrögðum lögreglunnar. Sambandið mun ekki líða nokkurs konar hatur sem tengist Hillsborough eða öðrum knattspyrnutengdum harmleikjum á Wembley og mun halda áfram að vinna með yfirvöldum til að tryggja að gripið sé til harða aðgerða.“ Lögreglan sagði í yfirlýsingu í gær að tuttugu og tveir til viðbótar hefðu verið handteknir í sérstakri aðgerð sem beindist að líkamsárásum, átökum, vörslu fíkniefna og drykkjulátum. Þá bætti lögreglan við að fyrirspurnir hefðu borist vegna atviks skömmu eftir mark Manchester United í leiknum í gær þar sem hlut var kastað inn á völlinn. Engar handtökur hafa verið framkvæmdar en hluturinn virtist hæfa Victor Lindelöf, leikmann United.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira