Freyr djúpt snortinn: „Höfum lagt allt í þessa vegferð“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2023 17:38 Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik dagsins Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að lýsa kraftaverki dagsins þegar að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í Danmörku. Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lyngby þurfti að treysta á að Silkeborg myndi vinna Álaborg og um leið þurfti Lyngby að ná hið minnsta í jafntefli við Horsens. Svo varð raunin. Lyngby gerði markalaust jafntefli við Horsens á meðan að Alexander Lind skoraði sigurmark Silkeborg gegn Álaborg. Horsens og Álaborg falla því niður í næst efstu deild. „Ég spurði um tíu mismunandi einstaklinga að því hvort Silkeborg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í samtali við Bold.dk eftir kraftaverkið mikla. Tilfinningarnar hafi síðan tekið yfir í leikslok. „Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiksloka í Álaborg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa vegferð, líkamlega og andlega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“ Árangur íslenska landsliðsins á EM 2016 í knattspyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum álíka tilfinningar og hann fann fyrir í dag. „Þetta er einstakt og skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra í Lyngby.“ ET HISTORISK ØJEBLIK #SammenForLyngby pic.twitter.com/YzlFAuQJBt— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 3, 2023 Danski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lyngby þurfti að treysta á að Silkeborg myndi vinna Álaborg og um leið þurfti Lyngby að ná hið minnsta í jafntefli við Horsens. Svo varð raunin. Lyngby gerði markalaust jafntefli við Horsens á meðan að Alexander Lind skoraði sigurmark Silkeborg gegn Álaborg. Horsens og Álaborg falla því niður í næst efstu deild. „Ég spurði um tíu mismunandi einstaklinga að því hvort Silkeborg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í samtali við Bold.dk eftir kraftaverkið mikla. Tilfinningarnar hafi síðan tekið yfir í leikslok. „Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiksloka í Álaborg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa vegferð, líkamlega og andlega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“ Árangur íslenska landsliðsins á EM 2016 í knattspyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum álíka tilfinningar og hann fann fyrir í dag. „Þetta er einstakt og skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra í Lyngby.“ ET HISTORISK ØJEBLIK #SammenForLyngby pic.twitter.com/YzlFAuQJBt— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 3, 2023
Danski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira