„Haga sér eins og fávitar allan leikinn“ Atli Arason og Jón Már Ferro skrifa 2. júní 2023 23:32 Óskar Hrafn lætur í sér heyra eftir jöfnunarmark Blika. Hulda Margrét „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla. Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
„Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10